Sig­mundur Davíð: „Ó­hugnan­legt að sjá hvernig ráðist er á konuna“

„Nú er ljós­myndin notuð til að heim­færa kyn­þátta­hyggju á alla lög­reglu­menn. Það er illa gert og ber vott um aug­ljósa for­dóma þeirra sem slíkt gera,“ segir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, á Face­book-síðu sinni.

Þar gerir hann fána­málið svo­kallaða að um­tals­efni en mynd af ís­lenskri lög­reglu­konu með Vín­lands­fánann svo­kallaða á búningi sínum vakti mikla at­hygli. Sig­mundur Davíð kemur lög­reglu­konunni til varnar þó hann sé þeirrar skoðunar að búningar lög­reglu­manna ekki að bera nein önnur merki en merki lög­reglu­em­bættisins.

„Eitt helsta á­huga­mál á­kafra ybba, austan hafs og vestan, nú um stundir er svo kölluð hneykslunar­forn­leifa­fræði. Þá er leitað mörg ár aftur í tímann að ein­hverju til að hneykslast á. Frægir grín­istar hafa t.d. orðið fórnar­lömb slíkra „rann­sókna” þegar finnast gamlir brandarar eða tíst sem þykja ekki lengur við­eig­andi. Þá er þó oft litið fram hjá sam­henginu og merkingunni þannig breytt,“ segir Sig­mundur sem snýr svo að málinu sem mikið hefur verið rætt um síðast­liðinn sólar­hring.

„Undan­farna daga hafa verið birtar fjöl­margar fréttir um hátt í þriggja ára gamla mynd af lög­reglu­konu eftir að ein­hver rak augun í fána­merki á búningi hennar. Mest hefur verið hneykslast á svo kölluðum Vín­lands­fána.“

Sig­mundur segist vera mikill fána­á­huga­maður en þrátt fyrir það hafi hann þurft að fletta Vín­lands­fánanum upp.

„Það tekur þó ekki langan tíma að komast að því að hönnun fánans hafði ekkert með kyn­þátta­hyggju að gera. Fáninn mun upp­runinn hjá banda­rískri þunga­rokk­hljóm­sveit og átti að tákna lífs­skoðanir hins nor­ræna for­sprakka sveitarinnar, þ.m.t. sósíal­isma og um­hverfis­vernd,“ segir Sig­mundur Davíð og bætir við að síðan þá hafi margir hópar notað fánann.

„Þeirra á meðal eru Skógar-Finnar og á­huga­menn um Vín­land en einnig kyn­þátta­sinnar,“ segir Sig­mundur en um það hefur gagn­rýninn ein­mitt snúist.

„Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ó­við­eig­andi sé að merkja lög­reglu­búninga með öðru en merkjum lög­reglunnar. Það er hins vegar ó­hugnan­legt að sjá hvernig ráðist er á konuna sem mynduð var fyrir nokkrum árum með fána­merkið og henni gerðar upp alls konar hvatir.

Eins og jafnan færa svo ybbarnir sig upp á skaftið. Nú er ljós­myndin notuð til að heim­færa kyn­þátta­hyggju á alla lög­reglu­menn. Það er illa gert og ber vott um aug­ljósa for­dóma þeirra sem slíkt gera.“

Eitt helsta áhugamál ákafra ybba, austan hafs og vestan, nú um stundir er svo kölluð hneykslunarfornleifafræði. Þá er...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Fimmtudagur, 22. október 2020