Sig­mundur Davíð hættir við að tala á vafa­samri ráð­stefnu: „Ég neyddist til að hætta við“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, hefur hætt við að flytja ræðu á um­deildri ráð­stefnu í Sví­þjóð.

Þetta kemur fram í sænska blaðinu Dagens Ny­heter enStundin greinir frá.

Eins og Stundin greindi frá í gær var Sig­mundur Davíð meðal ræðu­manna Sænsku bóka- og fjöl­miðla­messunni sem fram fer í Stokk­hólmi 20. ágúst. Sam­kvæmt Stundinni er ráð­stefnan skipu­lögð af þjóð­erni­söfga­hópum í Sví­þjóð sem reka harða inn­flytj­enda­stefnu.

„Ég var beðinn um að taka þátt á sænsku ráð­stefnunni til að veita inn­sýn inn í reynslu Ís­lands við að glíma við fjár­mála­kreppu í ljósi nú­verandi þróunar efna­hags­mála,“ segir Sig­mundur Davíð í svari sínu til Dagens Ny­hter.

„Ég neyddist til að hætta við þátt­töku mína vegna þing­starfa á Ís­landi.“

Eins og Hringbraut greindi frá í gær voru ekki allir sáttir með að Sigmundur væri meðal ræðumanna og nú draga netverjar ástæður hans fyrir að hætta við í efa.