Sigmar skýrði hundinn sinn í höfuðið á Helga Seljan

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, greindi frá því í gær að nýr hundur sé kominn á heimilið.

Það gerir hann í færslu á Facebook, en þar greinir hann jafnframt frá nafninu sem hvolpurinn fékk.

„Þetta er nýjasta barnið í fjölskyldunni. Íslenskur fjárhundur sem heitir Gæskur.“ Skrifar Sigmar og bætir við: „Í höfuðið á Helga Seljan.“

Sigmar og Helgi voru lengi vel samstarfsmenn á RÚV, en nú eru þeir farnir hvor í sína áttina, Sigmar á þing og Helgi hefur hafið störf á Stundinni.

Þeir virðast þrátt fyrir það halda í vinskapinn ef marka má færslu Sigmars.

Fleiri fréttir