Siggi Stormur svart­sýnn: Ekki út­lit fyrir að júlí­mánuður verði góður á landinu

Sigurður Þ. Ragnars­son veður­fræðingur, betur þekktur sem Siggi Stormur, er bjart­sýnn maður að eðlis­fari en það er ekki hægt að greina mikla bjart­sýni í orðum hans um veðrið hér á landi í júlí.

Júní­mánuður hefur verið kafla­skiptur á landinu og það hafa komið góðir dagar hér og þar. Síðustu dagar mánaðarins hafa aftur á móti verið kaldir og var ný­liðin helgi ein sú kaldasta norðan heiða í manna minnum.

„Síðasta helgi var náttúr­­lega skelfi­­leg og ekki nema von að fólk vilji vita hvort það eigi von á öðru svona,“ segir Sigurður í við­tali við Frétta­blaðið í dag.

„Þótt það hafi ekki verið eins kalt syðra blés það kröftug­­lega að það var ó­­víða nota­­legt. Hitinn var mest að skrölta ein­hvers staðar í fjór­tán, fimm­tán stigum.“ Hann segir að miðað við reikni­líkön sér hann ekki fyrir sér að tuttugu stiga hita­múrinn verði rofinn á Norður­landi í júlí.

„Svipaða sögu er að segja syðra. Það er aldrei loku fyrir það skotið. Þessar spár ná kannski aldrei utan um toppana en það er ótta­­leg flat­neskja í þessu. Þetta er búið að vera mjög bratt­­gengt en mér sýnist að það verði kannski jafnara veður með minni öfgum.“

Sigurður segir að ágúst­mánuður sé já­kvæðari á alla kanta.

Nánar á vef Frétta­blaðsins.