Siggi Hlö harð­neitar að spila Michael Jack­son: „Bið hlust­endur að virða það við mig“

Sigurður Hlöð­vers­son, betur þekktur sem Siggi Hlö, er einn þekktasti og vin­sælasti út­varps­maður landsins. Hann hefur stýrt þættinum Veistu hver ég var á Bylgjunni í mörg herrans ár og notið mikilla vin­sælda.

Nú hefur Sigurður birt yfir­lýsingu á Face­book-síðu sinni þar sem hann út­skýrir hvers vegna hann spilar ekki lög með Michael Jack­son – ó­um­deilan­lega einum vin­sælasta tón­listar­manni sögunnar.

Sigurður segir að nú þegar hrekkja­vakan er fram­undan sé farið að bera á því að hlust­endur biðji hann um að spila lagið Thriller með Jack­son. Sigurður segist alltaf hafa sagt nei, lög með Jack­son yrðu ekki spiluð á hans vakt. Segist hann stundum hafa fengið að heyra það frá hörðustu að­dá­endum Jack­son. Af því til­efni birtir hann svo­hljóðandi yfir­lýsingu:

„Ég Siggi Hlö, út­varps­maður, spila ekki lög með Michael Jack­son í þætti mínum á Bylgjunni. Hann er að mínu mati barna­níðingur af verstu tegund og ég hef engan á­huga á að upp­hefja hann með því að spila lögin hans. Ég er ekki sam­mála þeim sem segja: „Það var aldrei neitt sannað á hann” eða „hann er svo stórt nafn í tón­listar­heiminum” eða „hann á svo rosa­lega mörg þekkt lög”. Fyrir mér er engin af­sökun á hans hegðun gangn­vart ungum drengjum og þess vegna hef ég tekið þessa af­stöðu, sem tveggja barna faðir, og bið hlust­endur um að virða það við mig.“

Heimildar­myndin Lea­ving N­e­verland sem sýnd var á síðasta ári vakti gríðar­lega at­hygli, en í henni er fjallað um meint kyn­ferðis­of­beldi Michael Jack­son gegn ungum drengjum. Í myndinni var meðal annars sögð saga þeirra Wade Rob­son og Jimmy Safechuck sem voru börn þegar þeir um­gengust Jack­son þegar hann var á há­tindi ferils síns. Báðir segja að Jack­son hafi brotið gegn þeim kyn­ferðis­lega.

Halloween er framundan og það er strax byrjað að biðja mig um að spila Thriller með Michael Jackson í þættinum mínum...

Posted by Sigurður Hlöðversson on Mánudagur, 26. október 2020