Síðustu stöðufærslurnar þeirra áður en þau létust

Dauðinn ber oft að dyrum á óvæntum stundum og eru síðustu orð konungs rokksins, Elvis Presley, gott dæmi um það. Þau voru ,,Ég ætla bara á klóið að lesa.” Nokkrum mínútum seinna var hann allur, en hann varð bráðkvaddur inni á baðherberginu á setri sínu Graceland. Ástæðan fyrir því að Elvis sagðist ætla að fara inn á baðherbergi til þess að lesa, var vegna þess að síðustu æviárin sín, átti hann oft erfitt með svefn. Til þess að trufla ekki unnustu sína, Grace Alden, fór hann oft inn á baðherbergi til að lesa. Margar aðrar sögusagnir urðu hins vegar til um þessa síðustu setningu goðsins, eflaust flestar ósannar, en nánar verður ekki farið út í þær hér. Hins vegar hafa samfélagsmiðlarnir breytt miklu og nú er því oft litið á síðustu stöðufærslurnar þar, sem síðustu orð hins látna. Zetan ákvað að minnast nokkurra einstaklinga sem allir muna eftir og rýna í síðustu stöðufærslurnar þeirra á samfélagsmiðlunum. 

 

1. Robin Williams

Heimsbyggðin tók andköf þegar fréttir bárust um að gamanleikarinn Robin Williams hefði tekið sitt eigið líf. Það var 11.ágúst árið 2014. Síðasta stöðufærslan hans var á Twitter og Instagram. Þar óskaði hann dóttur sinni til hamingju með afmælið.

 \"\"

2. Reeva Steenkamp – unnusta Oscar Pistorius

Reeva Steenkamp, unnusta Oscar Pistorius, var myrt á Valentínusardaginn árið 2013. Spretthlauparinn hefur nú verið dæmdur fyrir morð, en kvöldið fyrir morðið skrifaði Reeva á Twitter og spurði ,,Hvað ertu með í undirbúningi fyrir ástina þína á morgun?” Frekar sorglegt með tilliti til þess hvernig fór hjá henni.

\"\" 

3. Amy Winehouse

Tveimur dögum fyrir lát sitt, birti Amy Winehouse stöðufærslu á Twitter sem fæstir skildu nokkuð í. Þar stóð ,,oinka, oikna, oinka, hvers vegna ertu vakandi?” Furðulegt svo ekki sé meira sagt en í dag kannski ábending um í hvaða andlegu ástandi Amy var rétt fyrir lát sitt, en hún lést af áfengiseitrun þann 23.júlí árið 2011.

 \"\"

4. Peaches Geldof

Það var oft sagt að Peaches Geldof hefði aldrei jafnað sig á móðurmissinum, en hún missti móður sína af of stórum heróínskammti þegar hún var aðeins 11 ára gömul. Það þykir því nokkuð táknrænt að síðasta stöðufærsla Peaches Geldof var aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún lést og þá birti hún gamla mynd af sér í fanginu á móður sinni. Peaches Geldof lést af of stórum heróínskammti eins og móðir hennar, en það var 7.apríl árið 2014.

\"\" 

5. Paul Walker

Leikarinn Paul Walker var á fullu að kynna myndirnar The Fast and the Furious, enda ný mynd í miðjum tökum, þegar að Walker lést. Það var í bílslysi þann 30.nóvember árið 2013, en í síðustu stöðufærslunni sinni segir hann ,,Strákarnir eru komnir aftur. Eruð þið tilbúin?”

 \"\"

6. Joan Rivers

Eflaust hefði Joan Rivers verið sátt við þá stöðufærslu sem hún birti í síðasta sinn, því þar var hún að auglýsa þátt með sjálfum sér, sem Joan þótti annars mjög iðin við. Joan Rivers lést þann 4.september árið 2014.

 \"\"

7. Richard Attenborough

Síðustu stöðufærsluna sína beindi Richard Attenborough til bróður síns David Attenborough en þar óskaði hann bróður sínum með BAFTA verðlaunin sem hinn síðarnefndi hafði þá hlotið. Richard Attenborough var 90 ára þegar hann lést, en margir muna kannski best eftir honum í hlutverki John Hammond í kvikmyndinni Jurassic Park.

 \"\"

8. Roger Ebert

Roger Ebert hafði verið kvikmyndagagnrýnandi í 46 ár þegar hann lést en það var þann 2.apríl árið 2013. Vegna veikinda, hafði dregið aðeins úr afköstum Eberts undir það síðasta, sem bloggaði um það en sagðist ekkert vera á förum. Því miður var hann látinn innan við 48 klukkustundum síðar.

 \"\"

9. Whitney Houston

Jafn sorglega og það hljómar, þá var síðasta stöðufærsla Whitney Houston á þá leið að hún var að biðja fólk um að fylgja sér á Twitter. Þar sagði hún ,,já ég er hin raunverulega whitney.” Fólk brást þó ekki við stöðufærslunni, fyrr en eftir að fréttir bárust um lát hennar en það var 11.febrúar árið 2012.

 \"\"

10. Leonard Nimoy (Spock í Star Trek)

Leikarinn Leonard Nimoy lést af veikindum þann 27.febrúar árið 2015. Frá sjúkrahúsinu sendi hann aðdáendum vísu á Twitter stuttu áður en hann lést, sem hann undirritaði LLAP. Það var tilvísun í eina frægustu setninguna hans í Star Trek ,,Live long and prosper.”

\"\"

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!