Síðasta færsla Gísla Rúnars: „Afsakið hlé“

30. júlí 2020
11:43
Fréttir & pistlar

Leikarinn, þýðandinn og skemmtikrafturinn Gísli Rúnar Jónsson, sem féll frá síðstliðinn miðvikudag 28. júlí, var virkur á samfélagsmiðlinum Facebook eins og margir landsmenn. Auk þess að birta færslur og myndir úr sínu daglega lífi fór hann iðulega með gamanmál og þá oftar en ekki í bundnu máli.

Það er að mörgu leyti táknrænt að hæfileikamaðurinn sem ruddi brautina fyrir skemmtikrafta í Sjónvarpi hafi birt sína síðustu færslu þar sem hann gerði grín að sjónvarpsdagskrá fyrri tíma.

Titilinn er „Fornsögur - af sjónvarpsdagskrá" og kveðskapurinn er á þessa leið.

Þar var alvara oftar en spé
en ósköp hreint lítið að ske
og dagskráin stutt
og daufleg - en flutt
oftast var „Afsakið hlé.”

Afsakið.jpg