Send­i­herr­a hitt­i Bjarn­a Ben: Mjög há­vax­inn og mynd­ar­leg­ur

Í dag hittust þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Suzuki Ryotaro, nýr sendiherra Japans á Islandi. Vel fór á með þeim ef miða má við færslu sem sendiherrann birti á Twitter.

Þar sjást þeir félagar saman á mynd og skrifar Ryotaro að „líkt og sjá má á myndinni er hann mjög hávaxinn og myndarlegur !! (og klár líka auðvitað.) Ég virðist lítill standandi hliðina á honum.“

Sendiherrann bætir svo við þessum ummælum: Þér kann að líka við hann eða ekki. Það er þér í sjálfsvald sett. Það er bara hluti starfs míns að hitta þessa stjórnmálamenn og ráðherra.

Bjarni vitnar síðan í tíst sendiherrans með þeim orðum að „ánægjan hafi verið öll mín og þú ert nú ekki svo slæmur sjálfur!“

„Það má segja ýmislegt um Bjarna en hann er með lýtalaust hár sama hvað,“ skrifar einn Twitter-notandi við færslu Ryotaro.