Sema Erla urðar yfir Arnar landsliðsþjálfara vegna ummæla um Gylfa: „Hvað er að þessum manni?“

„Þegar ég tók við í des­em­ber var ég með draumalið á blaðinu mínu, það eru tveir leik­menn eft­ir af því. Formaður­inn er horf­inn á braut, stjórn­in er horf­in á braut. Ég þarf að ráðfæra mig við yf­ir­mann knatt­spyrnu­mála, sem er ég sjálf­ur,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, í belg­íska sjón­varpsþætt­in­um Extra Time. Þar ræddi hann um meint ofbeldismál sem urðu til þess að formaður og stjórn KSÍ sagði af sér og nokkrir leikmenn eru ekki í liðinu.

Arnar Þór var spurður út í mál Gylfa Sigurðssonar:

„Ég get ekk­ert tjáð mig um málið, en sem þjálf­ari sakna ég auðvitað Kevin De Bruyne eða Eden Haz­ard Íslands. Hetj­urn­ar fyr­ir nokkr­um árum eru skyndi­lega út­málaðar sem hræðileg­ar mann­eskj­ur,“ sagði Arnar. „Ég skil gagn­rýn­ina og fólkið sem tjá­ir sig um þetta en ég hef eng­in svör.“

Aktívistinn Sema Erla Serdar fer hörðum orðum um Arnar Þór á Twitter vegna viðtalsins, þá sérstaklega um ummælin um Gylfa Þór. „Maðurinn sem um ræðir liggur undir grun um kynferðisbrot gegn barni. Hvað er að þessum manni?“