Sema Erla deilir afar ljótri at­huga­semd og nafn­greinir: „Sumir eru spenntir fyrir því að sjá mér slátrað“

Sema Erla Serdar, stjórn­mála- og Evrópu­fræðingur og bar­áttu­kona fyrir mann­réttindum, fékk heldur miður skila­boð í at­huga­semd undir frétt DV í fyrra­dag. Sema fær iðu­lega yfir sig hol­skelfu af nei­kvæðum skila­boðum og er ljóst að margir ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir ýta á senda. Viðar már Þor­kels­son gengur þó lengra en flestir og hótar Semu of­beld.

„Sumir eru svo spenntir fyrir því að sjá mér slátrað að þeir skella amk í tvær slíkar at­huga­­semdir sama dag! Flott hjá dv að leyfa þessu bara að standa og senda með því þau skila­­boð að þetta sé í lagi! Takk!,“ skrifar Sema sem deilir skjá­skoti af skila­boðunum.

„Mér finnst bara enn­þá ó­­­trú­­legt að við séum í sam­­fé­lagi þar sem fólk tjáir sig svona og undir nafni. Síðan skilur fólk ekki af hverju ein­elti og hatur­s­orð­ræða er vanda­­mál hjá börnum og ung­lingum,“ skrifar Heiða undir færslu Semu.

„Er þetta lög­­legt? Þetta er ó­trú­verðug líf­láts­hótun, en samt líf­láts­hótun,“ segir Svein­björn.

„Þetta er ömur­­legt. Hafi við­komandi snepill ei­lífa skömm fyrir þetta,“ skrifar Villa.