Selma: „Það er bók­staf­lega verið að stofna lífi okkar í hættu“

Net­verjinn Selma Lára Schram segir að­stæður hér á landi vegna leg­háls­skimana ó­boð­legar, í Twitter færslu.

Löng bið hefur verið eftir niður­stöðum úr sýna­rann­sóknum eftir að heilsu­gæslan tók við skimunum af Krabba­meins­fé­laginu um ára­mótin, eða 2 til 3 mánuðir. Kom fram í skýrslu heil­brigðis­ráðu­neytisins á dögunum að tafirnar eigi rót að rekja til vanda­mála í hug­búnaði og upp­lýsinga­kerfum Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins (HH) sem tók við verk­efninu.

„Nei sko þetta leg­háls­skimana fuck up er ó­líðandi
ég er að brjálast, að leg­hafar lifi mánuðum saman í ó­vissu og ótta um líf sitt og heilsu vegna ein­hvers ~kerfis­galla~ er ó­boð­legt,“ segir Selma Lára.

„Af hverju er ekkert gert í þessu af neinu viti? það er bók­staf­lega verið að stofna lífi okkar i hættu.“