Selma Björns strandaglópur á Tenerife

Söngkonan ástsæla Selma Björnsdóttir er á meðal þeirra sem eru strandaglópar á Tenerife. Af myndum sem hún hefur verið að setja á Instagram síðustu daga hefur hún notið lífsins í botn í spænsku paradísinni fyrir utan strendur Afríku.

Hátt í tvö hundruð manns biðu á flugvellinum í Tenerife eftir að flugi þeirra frá til Íslands með Icelandair var aflýst. lugið átti að hefjast klukkan 14:50 í dag að íslenskum tíma en hafði ítrekað verið frestað áður en því var aflýst síðdegis.

446306.min-800x600.jpg

Fréttablaðið greinir frá því að far­þegarnir hafi dvalið á hóteli í góðu yfir­læti og séu að undir­búa sig fyrir heim­förina sem verður um þrjú­leytið í dag.