Selj­endur út­búa falsaðar kvittanir og kaup­endur milli­færa háar upp­hæðir

Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum greinir frá því á Face­book að þeim hafi borist nokkrar til­kynningar um fólk sem hefur greitt fyrir vörur á netinu sem það hefur síðan ekki fengið. Málin eru nú til rann­sóknar hjá lög­reglu

„Í þessum til­fellum hefur fólk keypt far­síma á netinu og „seljandinn“ hefur út­búið falsaða kvittun sem sýnir fram á að varan sé komin í póst og hafa þá kaup­endur milli­fært tals­verðar upp­hæðir inn á „seljandann“ eftir að hann sendir þeim ljós­mynd af kvittuninni,“ segir í færslunni.

Lög­regla hvetur fólk til að at­huga hvort allt sé eðli­legt við seljandann og fara var­lega í að kaupa hluti af öðrum. Með færslunni lætur lög­regla fylgja mynd af kvittun þar sem ó­heppinn kaupandi hafði milli­fært 70 þúsund krónur fyrir far­síma sem aldrei kom.

„Við­skipti í gegnum inter­netið geta verið vara­söm og viljum við benda fólki á að fara var­lega í við­skiptum á netinu.“