Segja reynt að grafa undan Ás­laugu með orð­rómi um ástar­sam­band

Lengi hefur gengið slúður­saga um ástar­líf Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra. Ei­ríkur Jóns­son gaf sögunni byr undir báða vængi í færslu á síðu sinni í dag þar sem því var haldið fram að þetta gæti haft á­hrif á stöðu Ás­laugar Örnu við stjórnar­myndunar­við­ræður og hvaða ráð­herra­stól hún muni verma að honum loknum.

Þetta er þó ekki alls kostar rétt sam­kvæmt Orðinu á götunni á vef DV.

„Sam­kvæmt heimildum Orðsins er það fjarri sanni og er lík­legra að sú mynd hafi verið máluð af pólitískum and­stæðingum Ás­laugar Örnu. Þeir sem á­kvarðanirnar taka í flokknum gefa einka­lífi ráð­herrans lítinn gaum.“

Heimildir Orðsins herma enn fremur að tveir mögu­leikar séu í stöðunni varðandi ráð­herra­stól Ás­laugar Örnu. Annars vegar að hún sitji á­fram sem dóms­mála­ráð­herra og hins vegar að hún taki við at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu af flokks­systur sinni Þór­dísi Kol­brún Gylfa­dóttur Reyk­fjörð, sem færi þá í sjávar­út­vegs­ráðu­neytið. Þá fengju Vinstri grænir dóms­mála­ráðu­neytið.

„Að öllum líkindum er seinni sviðs­myndin orðin lík­legri en staðan breytist þó ört“, segir Orðið.