Segja bæjarstjóra Hafnarfjarðar fyrirskipað að fjarlægja listaverk

Hafnarfjarðarbær hefur tekið niður listaverk sem prýddi húsnæði listasafnsins Hafnarborgar í Hafnarfirði en á því standa orðin „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum Stjórnlagaþings“. Verkið er hluti af sýningunni Töfrafundur – áratug síðar sem er sýning spænsk-íslenska listamannateymis þeirra Libiu Castro & Ólafur Ólafssonar og Töfrateymisins. Þau eru handhafar íslensku myndlistarverðlaunanna 2021.

Libia Castro greinir frá því á Facebook-síðu sinni að verkið, sem til stóð að prýddi Hafnarborg út mánuðinn meðan sýning stendur, hafi verið tekið niður í gær. Hún segir það gert að undirlagi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Sjálfstæðiskonunni Rósu Guðbjartsdóttur. Castro segir að lögregla hafi verið kölluð til þegar í ljós kom að verkið var horfið en hún hafi fengið það aftur eftir að embættismaður Hafnarfjarðarbæjar kom því til skila.

Hún segir ekki vita hvers vegna verkið var tekið niður og óskað hafi verið eftir fundi með bæjaryfirvöldum til að fá botn í málið. „Þetta kom okkur á óvart og er sorglegt að sjá svona lagað gerast á Íslandi,“ skrifar Castro.