Segja að eldurinn í Kaldaseli hafi kviknað út frá kannabisræktun

Samkvæmt Vísi kviknaði eldurinn í Kaldaseli í byrjun vikunnar út frá kannabisræktun.

Rannsókn stendur yfir um hvers vegna eldurinn kviknaði en Vísir segir að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að kviknað hafi í húsinu á hæðinni þar sem kannabisræktun fór fram. Einn mun hafa verið yfirheyrður af lögreglu.

Haraldur Rafn Pálsson, eigandi hússins, sagði í opinni færslu á Facebook í gær að hann væri mjög þakklátur að ekki fór verr.

„Þessi at­burður markaði mikil og djúp­stæð á­hrif á mig þar sem litlu munaði að ég yrði sjálfur bráð eldsins. Fyrir ein­hverja ó­skiljan­lega á­stæðu vaknaði ég upp­úr værum svefni og náði naum­lega að átta mig á að­stæðum og koma mér út, án teljandi meiðsla, fyrir utan væga reyk­eitrun og nokkrar skrámur. Að­eins nokkrar sekúndur réðu þar úr­slitum og á tíma­bili hélt ég að þetta væru mín ör­lög og endir.“

Sjá einnig: Haraldur slapp naum­lega úr brunanum í Breið­holti

Haraldur segist þó fyrst og fremst hafa skrifað færsluna til að biðla til fólks um að kanna stöðu mála á reyk­skynjurum og öðrum reyk­vörnum og gera við­eig­andi ráð­stafanir.

„Þetta er eitt­hvað sem engin á von á að gerist hjá sér en getur gerst fyrir alla. Elds­voði gerir ekki boð á undan sér. Í öðru lagi langar mig að þakka öllum þeim sem hafa sent mér hug­heilar kveðjur eftir at­vikið eða sett sig i sam­band við mig - ég kann mikið vel að meta það. Að lokum vil eg taka fram að eg af­þakka öll fram­lög og þess háttar en bið ykkur þess i stað að fjár­festa í ykkar eigin öryggi og hlúa að ykkar nánustu. Það er alls ekki sjálf­gefið að eiga gott fólk i kringum sig.“