Segir til­raunir til þöggunar sem beinast að vald­höfum vekja hjá sér óhug

Diljá Mist Einars­dóttir, fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík norður og að­stoðar­kona Guð­laugs Þórs Þórðar­sonar utan­ríkis­ráð­herra, segir til­raunir til þöggunar sem beinast jafn­vel að æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds vekja hjá sér óhug.

Þetta kemur fram í að­sendri grein hennar í Frétta­blaðinu í dag. Nokkuð ljóst er að þar vísar Diljá til um­ræðunnar um sótt­varnar­reglur vegna CO­VID-19 og af­stöðu Sjálf­stæðis­manna. Eins og Hring­braut greindi fráhjólaði Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra í sam­ráð­herra sína í Sjálf­stæðis­flokknum.

Sjá einnig: Ás­laug svarar fyrir sig og sendir Svan­dísi pillu

Diljá ræðir mann­réttinda­bar­áttu í grein sinni í Frétta­blaðinu.Hún segir flesta með­vituð um jafn­réttis­bar­áttuna og bar­áttuna gegn mis­munun.

„Allir sem hér búa og hingað koma fá sömu skila­­boð og lúta sömu kröfum. Það er hvorki gest­risni né um­­burðar­­lyndi fólgið í því að gefa af­­slátt af þeim kröfum um jafn­rétti og mann­virðingu sem við gerum alla jafnan.“

Þá segir Diljá að ein­hverju leyti farið að fenna yfir spor braut­ryðj­endanna fyrir mann­réttindum líkt og tjáningar-, at­hafna- og ferða­frelsi. „Þá er hætt við að við verðum væru­kær. Við erum aldrei í eins mikilli hættu á að glata frelsinu og þegar við tökum því sem sjálf­­sögðu. Fjöl­­miðla­­frelsi er sömu­­leiðis burðar­­stoð í lýð­ræðis­­ríkjum og hlut­­verk fjöl­­miðla gríðar­­lega mikil­­vægt.“

Segir hún mikil­vægt að fjöl­miðlar standi undir þessari á­byrgð með gagn­rýnni frétta­mennsku. Segir hún þetta sér­tak­lega mikil­vægt á tímum upp­lýisnga­ó­reiðu og út­breidds og við­varandi hræðslu­á­stand, ljóst er að þar vísar Diljá til CO­VID tímans.

„Þegar gengið er mjög nærri borgara­­legum réttindum og frelsi fólks yfir lengri tíma er ekki að­eins mikil­­vægt, heldur nauð­­syn­­legt, að stöðug og opin um­­ræða fari fram um nauð­­syn skerðinga. Fyrir þeim þurfa að vera vel í­­grundaðar og veiga­­miklar á­­stæður og mikil­­vægt að öll sjónar­mið komi fram. Ekki að­eins rök þeirra sem telja sig sjálfir nógu mikla sér­­­fræðinga. Því vekja til­­raunir til þöggunar sem beinast jafn­vel að æðstu hand­höfum fram­­kvæmda­valds óhug. En ef við höfum eitt­hvað lært af sögunni þá er það það að stjórn­völd eru treg til að skila valdi sem þau hafa tekið sér og við þurfum að veita þeim stöðugt að­hald. Það er al­manna­heill.“

Grein Diljáar í Fréttablaðinu.