Segir þriðjung hafa yfir­gefið brekkuna þegar meintur gerandi steig á svið

„Skila­boð úr brekkunni!“ segir Auður, Twitter notandi, í færslu sinni á sam­fé­lags­miðlinum.

„1/3 ef ekki meira stóð upp og fór þegar meintur gerandi steig á svið,“ segir hún og vísar þar í á­skorun hópsins Öfga þar sem fólk var hvatt til þess að standa með þol­endum og yfir­gefa brekkuna í Vest­manna­eyjum á mið­nætti.

„Það er bara eitt ár síðan þol­endur og aktív­istar fengu nóg af því að meintum ger­endum sé hampað á stærstu úti­há­tíð landsins. Í fyrsta skiptið var hlustað, eða hvað?“ sagði í yfir­lýsingunni sem kom út fyrir helgi.

Öfgar sögðu þjóð­há­­tíðar­­nefnd hafa hrifsað alla von frá þol­endum um að geta mætt á þol­enda­væna þjóð­há­­tíð með því að hafa mann „uppi á sviði sem hefur í tví­­­gang verið kærður fyrir nauðgun.“ Sú á­­kvörðun sanni að þol­endur skipti þjóð­há­­tíðar­­nefnd engu máli.

Því hvatti stjórn Öfga þá sem standa með þol­endum að yfir­­­gefa brekkuna þegar meintur gerandi steig á svið. „Hlut­­leysi er ekki til. Hlut­­leysi þýðir af­­staða með meintum geranda.“