Segir stjórnvöld hafa gert mistök með því að opna landið

8. ágúst 2020
10:35
Fréttir & pistlar

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að opna landið fyrir ferðamönnum um miðjan júní.

Með ákvörðuninni hafi hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.

Vanmátu hættuna

Í grein eftir Gylfa sem birtist í Vísbendingu og Kjarninn gerir að umtalsefni segir hann íslensk stjórnvöld hafa vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið.

„Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u.“

Þá teljist ekki síður til almannagæða að búa í landi þar sem ekki sé farsótt.

Óþarfi að opna landamærin

Gylfi færði rök fyrir því á málþinginu „Út úr kóf­inu“ í byrjun júní að hag­kerfið myndi ná sér á strik þótt fjöldi ferða­manna myndi ekki koma til lands­ins, svo lengi sem annar far­aldur kór­óna­veiru myndi ekki skella á síðar á árinu.

Hann segir að mikið hafi farið fyrir kröfum ferðaþjónustunnar um að opna landamærin strax en minna hafi farið fyrir umræðu um hætturnar sem því fylgdi.

„Sjaldan hefur verið aug­ljósar hversu mikil áhrif ein atvinnu­grein getur haft á ákvarð­anir stjórn­valda,“ skrifar hann í grein sinni.