Segir RÚV skulda Hall­grími af­sökunar­beiðni: „Rætinn, særandi og meiðandi“ pistill sem var ætlað að „hæða, meiða og smána“

Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir leik­kona segist telja að Ríkis­út­varpið skuldi Hall­grími Helga­syni opin­bera af­sökunar­beiðni vegna orða sem Ei­ríkur Guð­munds­son út­varps­þátta­stjórnandi lét falla í Víð­sjá, eins helsta menningar­þáttar Ríkis­út­varpsins, en Hall­grímur tjáði sig um málið fyrr í vikunni.

„Fyrir sex árum síðan kom út skáld­saga eftir mig þar sem ég sagði frá nauðgun sem ég mátti þola sem ungur maður. Á­trúnaðar­goð Ei­ríks, rit­höfundurinn Guð­bergur Bergs­son, brást við með blaða­grein þar sem hann gerði stólpa­grín að þessu, já, grín að nauðgun, sakaði mig um að hafa skáldað þetta upp í þeirri von að selja fleiri bækur og klykkti út með: “Hvaða kyn­villingur hafði svona slæman smekk?” Þetta voru sannar­lega furðu­leg skrif en snertu mig þó ekki svo.“

„Þegar hins­vegar viku síðar ég var á heim­leið í bílnum og kveikti á Víð­sjá hóf Ei­ríkur Guð­munds­son þáttinn á því að lesa allan pistil Guð­bergs, á­trúnaðar­goðs síns, og smjattaði á orðum hans líkt og hann hefði gaman af. Ég átti erfitt með að trúa því sem var að gerast,“ sagði Hall­grímur í Face­book færslu síðast­liðinn mið­viku­dag en hann lýsti því að hann hag­fi þurft að leita til Stíga­móta vegna á­fallsins og að hann hafi átt erfitt með að hlusta á þættina síðan.

Krefst svara

Í að­sendri grein sem birtist á vef Frétta­blaðsins í dag segir Steinunn að hún hafi ekki heyrt af málinu fyrr en Hall­grímur opnaði sig í vikunni en nú vill hún að Ríkis­út­varpið biðjist af­sökunar fyrir fram­göngu Ei­ríks. „Og reyndar ekki bara Hall­grími heldur öllum þeim ó­tal­mörgu mann­eskjum sem hefur verið nauðgað.“

„Ég trúi að flestum sem hafa lesið eða heyrt pistilinn sé ljóst að hann var rætinn, særandi og meiðandi og endur­flutningur hans í menningar­þætti í út­varpi allra lands­manna full­komin ó­hæfa. Gerum okkur í hugar­lund ef kona hefði verið skot­spónn í pistli Guð­bergs. Hefði séntil­maðurinn Ei­ríkur Guð­munds­son þá lesið þennan pistil upp? Mér finnst það harla ó­lík­legt,“ skrifar Steinunn í pistli sínum.

Steinunn kallar enn fremur eftir því að Þröstur Helga­son dag­skrár­stjóri skýri af­stöðu sína í málinu og hvernig pistill Guð­bergs geti verið skil­greint sem menningar­efni. Þá spyr hún hvort Ei­ríkur hafi talið að sann­leiks­korn væri að finna í pistli Guð­bergs og að hann telji að Hall­grímur hafi logið til um á­fallið.

„Var Ei­ríkur Guð­munds­son að mis­nota að­stöðu sína sem út­varps­maður til að klekkja á kollega sínum? Væri til­hlýði­legt að ég sparkaði í mót­leikara mína á sviði Þjóð­leik­hússins? Telst lestur Ei­ríks á pistli Guð­bergs til menningar­efnis vegna þess að þessi háðs­lega nálgun skálds á þjáningu annarra er eftir­tektar­verð að ein­hverju leyti? Er að­ferð Guð­bergs sem ætlað er að hæða, meiða og smána á ein­hvern hátt ný eða sér­stök?“

„Er pistill Guð­bergs menningar­efni vegna þess að skít­kast er þjóðar­í­þrótt? Eða er Ríkis­út­varpið ein­fald­lega full­trúi gamal­dags mann­fjand­sam­legs við­horfs þar sem það þykir til­hlýði­legt að gera grín af fólki sem er sví­virt? Það hlýtur að til­heyra al­mennri skyn­semi að RÚV sam­þykki ekki fjallað sé um nauðganir af miskunnar­leysi og/eða í hálf­kæringi undir menningar­legri fjöður, eða hvað þetta átti nú yfir­leitt að þýða,“ segir Steinunn enn fremur.

„Ég legg að endingu til að siða­nefnd Ríkis­út­varpsins beini sjónum sínum að Ei­ríki Guð­munds­syni og Þresti Helga­syni og gefi Helga Seljan frið til að vinna vinnuna sína.“