Segir nokkuð magn af víni hafa horfið úr vínkjallara Bessastaða

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist hafa fengið það staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hafi á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks.

Þetta kemur fram í Facebook færslu hjá lögmanninum sem heldur áfram að saka forsetann um gerendameðvirkni. Hringbraut greindi frá því í dag að lögmaðurinn hafi sakað forsetahjónin um meðvirkni fyrir að hafa ekki sagt upp ráðsmanni sem var sakaður um ofbeldi gegn konu.

Sjá einnig: Sigurður G. sakar Guðna Th. og Elizu um gerendameðvirkni: „Slík háttsemi kann að vera refsivert auðgunarbrot“

Í nýrri Facebook færslu sem lögmaðurinn birtir í kvöld heldur hann uppteknum hætti.

„Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallar Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi. Minni á að til eru dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni.“

Færsla Sigurðar: