Segir fréttir af meintri drykkju föður síns á elly kol­rangar

Róbert Smári Gunnars­son segir frétta­flutning DV og Bylgjunnar, um að faðir hans, Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokksins, hafi verið drukkinn á sýningu Borgar­leik­hússins um El­ly Vil­hjálms­dóttur, vera kol­rangan. Í færslu, sem Róbert gaf Frétta­blaðinu leyfi til að birta, spyr hann hversu mikið sé hægt að leggja á fjöl­skyldu þing­mannsins. 

Í há­degis­fréttum Bylgjunnar er það haft eftir við­mælendum að Gunnar Bragi, sem er meðal þeirra þing­manna sem koma fyrir á Klausturs­upp­tökunum, hafi verið drukkinn og kallað fram í á sýningunni um söng­konuna dáðu föstudaginn 18. janúar. Gunnar Bragi lýsti því nýverið yfir að hann hafi ekki bragðað áfengi frá því að Klaustursmálið kom upp.

Róbert segist sjálfur hafa verið  með föður sínum á sýningunni, auk Sunnu Gunnars Mar­teins­dóttur, kærustu Gunnars Braga, og segir hann þetta ein­fald­lega ekki vera rétt.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/segir-frettir-af-meintri-drykkju-foeur-sins-a-elly-kolrangar