Segir fjármálaráðherra gera lítið úr neyð fólks

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir fjármálaráðherra ráðast á Öryrkjabandalagið og segir hann gera lítið úr neyð fólks.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði að aug­lýsing Ör­yrkja­banda­lagsins, þar sem grín er gert að köku­gerð Bjarna, sé mis­heppnuð. Þetta sagði hann í færslu á Face­book-síðu sinni í dag.

Sólveig Anna segir að hann þykist ekki skilja boðskapinn sem er þó svo einfaldur.

„Örorkubætur eru nú miklu lægri en lágmarkslaun sem þó eru, eins og öll þau sem unnið hafa fyrir þeim geta vitnað um, svo lág að erfitt er að komast af á þeim. Manneskja sem þarf að komast af á örorkubótum er í mikilli hættu, hafi hún ekki einhvern sem hleypur undir bagga með henni, á að lifa í fátækt. Enda er það svo að fjöldi öryrkja þarf að leita á náðir hjálparsamtaka til að fá mat, aðstoð til að kaupa nauðsynleg lyf, til að fá fatnað og til að fá aðstoð við að útvega jólagjafir handa fjölskyldum sínum. Þetta kemur fram í því sem næst hvert skipti er rætt er við fulltrúa Hjálparstofnunnar kirkjunnar eða Fjölskylduhjálparinnar."

Hún sakar fjármálaráðherra um að breiða yfir þetta með því að afvegaleiða umræðuna og tala um fjölgun fólks sem getur ekki unnið.

„Hann reynir að skapa stemmningu þar sem við förum að velta því fyrir okkur hversu mikil „örorkubyrði“ er á Íslandi og hvað það er mikill kostnaður sem fylgir henni fyrir ríkissjóð. Hann stundar „dog whistling“; segir hlutina ekki hreint út en þau sem vilja skilja boðskapinn: Margt fólk er ekkert öryrkjar í alvöru. Þau eyðileggja fyrir þeim sem vinna og líka fyrir þeim sem eru alvöru öryrkjar, „þeim sem aldrei fengu tækifæri í lífinu eða urðu fyrir áföllum“ eins og fjármálaráðherra orðar það. Það er fólkið sem raunverlega á betra skilið en hefur það slæmt af því að fjölgun hinna er svo mikil og þessvegna enginn peningur eftir."

Sólveig Anna segir jafnframt að Bjarni geti ekki rætt málið af alvöru. Þá þurfi hann nefnilega að viðurkenna að stéttskipting og misskipting eru rót vandans, ásamt andúð á þeim sem ekki uppfylla grimmilegar kröfur nýfrjálshyggjunnar um hvað er í boði fyrir mannfólk. „Annað hvort ertu sigurvegari eða tapari. Og ef þú ert tapari ertu byrði á sigurvegaranum, til ama, átt að skammast þín. Færð ekki boð í kökuboð."

Hægt er að lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni hér að neðan.

Fjármálaráðherra ræðst á Öryrkjabandalagið og segja hárbeitt ádeilu-myndband bandalagsins "misheppnað". Hann gerir lítið...

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Wednesday, 28 October 2020