Segir ekki sann­gjarnt að segja Sjálf­stæðis­flokkinn á móti sótt­varnar­að­gerðum

Gísli Marteinn Baldurs­son, sjón­varps­maður og fyrr­verandi borgar­full­trúi, segir ekki sann­gjarnt að segja að Sjálf­stæðis­flokkurinn sé á móti sótt­varnar­að­gerðum þó Sig­ríður Á. Ander­sen og Brynjar Níels­son, þing­menn flokksins séu það.

Þetta kemur fram í Twitter færslu Gísla sem vakið hefur mikla at­hygli. „Pólitíkusar með sjálf­stæðar skoðanir eru mikil­væg. Ekki flokks­hestar. Það er ekki sann­gjarnt að segja að XD sé á móti sótt­varnar­að­gerðum þótt Sigga og Brynjar séu það,“ skrifar Gísli.

Hann segir að sömu­leiðis væri rangt að halda því fram að Sjálf­stæðis­flokkurinn í Reykja­vík styddi borgar­línu þó að borgar­full­trúarnir Hildur Björns­dóttir og Katrín Atla­dóttir í flokknum geri það. Færsla Gísla hefur vakið mikla at­hygli.

Meðal þeirra sem svara Gísla eru Alexandra Ýr van Erven, ritari Sam­fylkingarinnar og Ólafur Kjaran Árna­son, vara­for­maður Ungra jafnaðar­manna. „Mér segist svo hugur að fólk sem heldur því fram að XD sé á móti sótt­varnar­að­gerðum sé ekki síður að vísa til ráð­herrans sem vill liðka fyrir landa­mærum og þeirrar stað­reyndar að lagt var fram sótt­varnar­laga­frum­varp sem gengur styttra en VG virðist vilja ganga,“ skrifar Alexandra.

Ólafur segir málið snúast um meira en Sig­ríði og Brynjar. „Rétt. En vill svo til að ríkis­stjórnin hangir á Sig­ríði & Brynjari (nr. 1 & 2 í Rvk-s). Og snýst ekki bara um þau – ráð­herrar flokksins hafa í­trekað brotið sótt­varna­reglur. Enginn flokkur er eins ó­á­byrgur og Sjálf­stæðis­flokkurinn í sótt­varna­málum. Ekki einu sinni Mið­flokkurinn.“

Þá leggur Viktor Orri Val­garðs­son, stjórn­mála­fræðingur og fyrr­verandi vara­þing­maður Pírata orð í belg. „Satt og rétt. Það er samt svo­lítið undar­legt af þing­mönnum í stjórnar­meiri­hluta að tala eins og þau hafi bara ekkert með að­gerðir ríkis­stjórnarinnar að gera, er það ekki...?“