Segir dýr beitt hræði­legri með­ferð á Ís­landi: „Heiftar­legt dauða­stríð mínútum saman“

3. júlí 2020
20:00
Fréttir & pistlar

„Þegar hvolpar eru sex mánaða kemur að slátrun. Þeim er troðið inn í lokaðan kassa og út­blástur bensín­dráttar­vélar tengdur við þar til allir hvolparnir eru kafnaðir; dauðir úr gaseitrun!“

Þetta segir Ole Anton Bielt­vedt, stofnandi og for­maður Jarðar­vina, í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag. Ole Anton er um­hugað um vel­ferð dýra en í grein sinni í dag beinir hann sjónum sínum að loð­dýra­ræktinni, bú­grein sem hann segir að sé ein sú allra verst með til­liti til kval­ræðis dýranna.

Hann segir að minkurinn sé líf­vera sem við náttúru­legar að­stæður þarf lífs­svæði upp á 10-20 fer­kíló­metra.

„Í loð­dýra­ræktinni er þessum líf­verum troðið inn í vír­nets­búr, 30 x 60 eða 70 cm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævi­langt. Búk­lengd með skotti dýranna slagar upp í lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járn­vírum; 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úr­gangur úr dýrunum falli greið­lega í gegn, en hann hrúgast svo iðu­lega upp undir búrunum og leggur þá af honum hinn versta ó­daun og stækju, líka auð­vitað þef­næmum dýrunum til mikils ama.“

Ole Anton segir að hvolpunum sé slátrað sex mánaða gömlum og bendir hann á að minkar kunni að kafa og geti vel haldið niðri í sér andanum. „Má ætla að þeir berjist um, reyni að halda andanum niðri og halda frá sér eitur­loftinu jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftar­legt dauða­stríð mínútum saman. Fyrir mér er ó­skiljan­legt að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræði­legu bú­grein fyrir sig.“

Hann segir að markaður með loð­skinn fari versnandi og augu fata­hönnuða, fram­leið­enda og neyt­enda opnast. Tekur hann sem dæmi fram­leið­endur á borð við Armani, Cal­vin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kors, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hil­fi­ger og Ver­sace sem hafa sett bann á úti­lokað náttúru­lega loð­feldi í hönnun sinni og fram­leiðslu.

Hann segir að hér á Ís­landi hafi lífinu aftur á móti verið haldið í bú­greininni ár eftir ár með fjár­munum úr sjóðum al­mennings. „Ef ég man rétt lagði ríkið þessum bændum, sem þá munu hafa verið 13, minnst 100 milljónir króna til í fyrra, en krafa þeirra var litlar 300 milljónir. Nú fá þeir 10 loð­dýra­bændur sem eftir eru 160 milljónir króna úr sjóðum lands­manna til að dekka tap­rekstur sinn og halda á­fram sinni miskunnar­lausu kvala­rækt; fyrir til­stilli ríkis­stjórnar Katrínar Jakobs­dóttur.“