Segir að veð­mál gæti orðið nýr tekju­stofn fyrir íslensk í­þrótta­fé­lög og fjöl­miðla

Magnús Sigur­björns­son, staf­rænn ráð­gjafi, segir í Morgun­blaðinu í dag að það þurfi að opna betur fyrir veð­mál á í­þrótta­leiki á Íslandi, en með því væri hægt að búa til nýjan tekju­stofn fyrir bæði í­þrótta­fé­lög og fjöl­miðla.

Hann segir að á­huginn á ís­lenska fót­boltanum hjá er­lendum veð­bönkum hefur aukist gríðarlega mikið á síðustu árum. Til dæmis er mögu­legt að veðja á fót­bolta­leiki allt niður í 2. flokk kvenna á sumum veðmálasíðum.

Talið er að um 3–4 milljarðar fari ár­lega til er­lendra veð­banka án þess að neinn fái neitt hér heima. Íslensk íþróttalið fá ekki að gera auglýsingasamninga við veðmálafyrirtæki og verða því þannig af miklum tekjum. Þá mega veðmálafyrirtæki eðli málsins samkvæmt ekki auglýsa í fjölmiðlum.

„Eina get­rauna­fyrir­tækið sem má starfa á Ís­landi heitir Ís­lenskar Get­raunir og er rekið af ÍSÍ, ÖBÍ og UMFÍ. Þau hafa staðið sig vel í markaðs­setningu hér heima, eru ný­komin með app og hafa verið að­gengi­legri með hverju árinu fyrir helstu tippara landsins. Ís­lenskar Get­raunir eru í ein­okunar­stöðu og geta aug­lýst í öllum miðlum sem að er­lendum veð­bönkum er fyrir­munað. Á hverju ári fá í­þrótta­fé­lögin nokkrar milljónir frá Ís­lenskum Get­raunum og með virku get­rauna­starfi í fé­lögunum koma kannski nokkrar í við­bót. Það kemur sér vel fyrir fé­lögin en það er þó ekki mikið í stóra sam­henginu,“ ritar Magnús í Morgun­blaðinu í dag.

Hann segir að nokkrir er­lendir veð­bankar hafa áttað sig á stöðunni hér heima og sótt í nýja miðla til þess að ná til ís­lenskra notanda, svo sem sam­fé­lags­miðla, aug­lýsingar í gegnum hlað­vörp og annað en kominn var tími á að eitt­hvað í­þrótta­fé­lagið tók sénsinn á að prófa að aug­lýsa að minnsta kosti einn er­lenda veð­bankann.

Þó að er­lendir veð­bankar séu bannaðir hér á landi eru þeir ekki ó­lög­legir og starfa eftir stífri reglu­gerð. Þeir vinna hart á móti hag­ræðingu leikja og eyða háum fjár­hæðum í for­varnir á hverju ári. Magnús segir þó að það sé afar ólíklegt að opnað verður fyrir veðmál á Íslandi í bráð enda fáir sem vilja rugga bátnum.

„Alveg hreint afbragðs góður dómsmálaráðherra hefur þó gefið í skyn að litlar breytingar verða á getraunamálum landsins í bili svo við bíðum átekta. Notendurnir eru ekki að kvarta, þetta truflar þá ekkert, þeir veðja bara eins og þeim sýnist. Íþróttafélögin eru ekki að kvarta, þau myndu ekki beint vilja missa þennan styrk frá Íslenskum Getraunum en skoða allar nýjar tekjuleiðir með opnum örmum“