Sauð upp út eftir tíst Þórdísar Kolbrúnar: „Þvílík forréttindablinda“

Segja má það hafi soðið upp úr á Twitter eftir tíst Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í tilefni af degi Martin Luther King í gær. Þar sagði hún:

„Líf okkar byrjar að enda þann dag sem við þegjum yfir hlutunum sem skipta máli,“ sagði hún og vitnaði í mannréttindabaráttumanninn. Svo sagði hún: „Viska Dr Martin Luther King hættir aldrei að vera viðeigandi, sérstaklega á tímum þar sem skorað er á grundvallarréttindi sem við tölum vera örugg og trygg.“

Telja netverjar að þarna sé hún að tala um sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar og setja þannig samasemmerki á milli þeirra og baráttu svartra í Bandaríkjunum.

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro hæðist að Þórdísi:

Aðrir hafa tekið aðrar tilvitnanir í King, þar á meðal Sara Mansour.

Baráttukonan Þórhildur Gyða lætur Þórdísi fá það óþvegið:

Vekur það athygli að svo virðist sem enginn komi Þórdísi til varnar í umræðunni.

Þá leikur vafi á tilvitnuninni: