Segja má það hafi soðið upp úr á Twitter eftir tíst Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í tilefni af degi Martin Luther King í gær. Þar sagði hún:
„Líf okkar byrjar að enda þann dag sem við þegjum yfir hlutunum sem skipta máli,“ sagði hún og vitnaði í mannréttindabaráttumanninn. Svo sagði hún: „Viska Dr Martin Luther King hættir aldrei að vera viðeigandi, sérstaklega á tímum þar sem skorað er á grundvallarréttindi sem við tölum vera örugg og trygg.“
“Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022
Telja netverjar að þarna sé hún að tala um sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar og setja þannig samasemmerki á milli þeirra og baráttu svartra í Bandaríkjunum.
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro hæðist að Þórdísi:
https://t.co/4oRXzEJyLT pic.twitter.com/r4VEk27Klv
— Logi Pedro (@logipedro101) January 18, 2022
Aðrir hafa tekið aðrar tilvitnanir í King, þar á meðal Sara Mansour.
[Capitalism] started out with a noble and high motive… but like most human systems it fell victim to the very thing it was revolting against. So today capitalism has out-lived its usefulness.” – Martin Luther King Jr. https://t.co/wNMFQcvGBb
— Sara Mansour (@litlaljot) January 17, 2022
Baráttukonan Þórhildur Gyða lætur Þórdísi fá það óþvegið:
Þetta er held ég versta take ársins og það er bara janúar, þvílík forréttindablinda. https://t.co/P8FOCoSjI6
— Þórhildur Gyða (@torii_96) January 18, 2022
Smá sein á forritið og sá þetta í andvökunni. Ekki nóg með hvað þetta er taktlaust, þá er svona samhengislaus tilvitnun í þágu eigin málstaðar móðgun við allt fólk sem er og hefur verið fórnarlömb rasisma og býr enn við mismunun vegna hans, ekki bara erlendis en líka hér heima. https://t.co/TxkTziTeBj
— Miriam Petra - ميريام بترا (@mpawad) January 18, 2022
Vekur það athygli að svo virðist sem enginn komi Þórdísi til varnar í umræðunni.
Þá leikur vafi á tilvitnuninni:
Hann sagði þetta aldrei: https://t.co/ch4Tj2OIoD
— Erlendur (@erlendur) January 18, 2022