Sauð á Kol­brúnu í morgun: „Þetta er orðið hryllingur“

Borgar­full­trúinn Kol­brún Baldurs­dóttir viður­kennir í færslu á Face­book að það sauð á henni í um­ferðinni í morgun. Hún segir að al­mennings­sam­göngur á Ís­landi séu slakar og spyr hvaða að­gerðir eru í gangi hjá borginni til að draga úr um­ferðar­teppu.

„Ég er ekki þolin­móðasta manneskja í heimi, ég veit það en það sauð á mér í um­ferðinni í morgun frá Efra Breið­holti niður í Ráð­hús. Þetta er orðið hryllingur. Það er eitt­hvað mikið að þessum ljós­stýringum. Stundum komast bara ör­fáir bílar á grænu og þá er ég að tala um Kringlu­mýrar­braut og Miklu­braut,“ segir Kol­brún.

Kol­brún segir að hún hafi lagt fram fyrir­spurnir í um­hverfis- og skipu­lags­ráð um hvort meiri­hluti og skipu­lags­yfir­völd ætli að halda á­fram að hundsa þennan vanda.

„Bílum fjölgar, það sýna rann­sóknir. Í morgun sá maður síðan hálf­tóma strætis­vagna aka um borgina,“ segir Kol­brún.

Kol­brún lætur að lokum fyrir­spurn sem hún lagði fram í um­hverfis- og skipu­lags­ráði 23 janúar.

Flokkur fólksins hefur í­trekað lagt til s.l. 4 ár að farið verði að skoða ljósa­stýringar í borginni og bæta og laga erfiðustu gatna­mótin með ýmsum leiðum sem stungið hefur verið upp á í gegnum tíðina. Full­trúi Flokks fólksins spyr hvort skipu­lags­yfir­völd séu með ein­hverjar hug­myndir í far­vatninu sem létt geta á um­ferð s.s. að bæta ljósa­stýringar þar sem verst lætur?

Hvaða að­gerðir eru í gangi hjá borginni til að draga úr um­ferðar­teppu?

Þegar horft er til sam­göngu­mála er ekki um marga val­kosti að ræða. Borgar­lína verður ekki komin og farin að virka fyrr en eftir nokkur ár. Komu hennar hefur verið seinkað eins og allir vita. Strætó­sam­göngur er slakar og hefur dregið úr þjónustu sér­stak­lega eftir að nýja greiðslu­kerfið kom. Margir treysta sér ekki til að nota það. Þeir sem hefðu getað nýtt sér ein­staka ferð með strætó finna aðrar leiðir, taka jafn­vel frekar leigu­bíl, þeir sem hafa ráð á því þ.e.a.s. þar sem ekki tekur því að setja sig inn í Klapp kerfið eða taka sér ferð á hendur á á bæki­stöð Strætó til að kaupa sér Klapp tíu. Klapp tíu er auk þess að­eins fyrir annað­hvort full­orðna, ung­menni (12-17 ára) eða aldraða (67+).

Fleiri fréttir