Sandra fékk CO­VID og þarf tvö púst á dag: „Virðum tak­markanir“

Hin 21 árs gamla Sandra Ósk Jóhanns­dóttir biðlar til fylgj­enda sinna á Twitter um að virða þær tak­markanir sem tóku gildi á mið­nætti vegna CO­VID-19. Þetta gerir hún í tísti sem hún birti í dag og vakið hefur mikla at­hygli.

Mikil um­ræða hefur átt sér stað um við­brögð stjórn­valda við mikilli fjölgun smita og hvort þau hafi verið rétt­lætan­leg. 85 smit greindust í gær og greindist sam­bæri­legur fjöldi dagana á undan.

„Er ekki annars allt eðli­legt við það að þurfa taka púst 2x á dag eftir að hafa fengið CO­VID því maður nær ekki andanum, 21 árs full­heil­brigð? Virðum tak­markanir,“ skrifar Sandra.