Sagn­fræðingur furðar sig á sendi­herra Banda­ríkjanna: „Hvers vegna í ó­sköpunum falast slíkur ná­ungi eftir sendi­herra­starfi?“

Sagn­fræðingurinn Stefán Páls­son er meðal þeirra sem velta vöngum yfir fréttum af sendi­herra Banda­ríkjanna á Ís­landi, Jef­frey Ross Gun­ter. Sendi­herrann sagður vera „væni­sjúkur“ um öryggi sitt og vilja bera skot­vopn hér á landi.

„Þessi upp­á­koma vegna banda­ríska sendi­herrans er hin furðu­legasta. Nú er það svo sem vitað að sumum mann­eskjum er illa við út­lönd og eru hræddar við annað fólk. Gott og vel. Það er vissu­lega ó­heppi­legur eigin­leiki en býsna út­breiddur,“ skrifar Stefán á Face­book síðu sína og á lík­lega við að téður sendi­herra hafi óskað eftir bryn­vörðum bíl og leyfi til að bera skot­vopn af ótta við ís­lensku þjóðina.

„En hvers vegna í ó­sköpunum falast slíkur ná­ungi eftir sendi­herra­starfi og borgar hrein­lega stór­fé með sér til að hreppa það?“ spyr Stefán og virðist hvumsa.

Sagn­fræðingurinn virðist ekki vera viss um að Gun­ter sé, eftir allt saman, rétti maðurinn í starfið. „Nú má segja að starf sendi­herrans felist varla í neinu öðru en að finnast gaman í út­löndum og hafa færni til að hitta ó­kunnugt fólk.“

Þessi uppákoma vegna bandaríska sendiherrans er hin furðulegasta. Nú er það svo sem vitað að sumum manneskjum er illa...

Publicado por Stefán Pálsson em Segunda-feira, 27 de julho de 2020