Sæ­var með besta sparnaðar­ráðið: Endaði með 17 milljónir í vasanum eftir tvö ár

22. janúar 2021
15:39
Fréttir & pistlar

Sæ­var Helgi Braga­son, vísinda­miðlari og fjöl­miðla­maður, náði að safna sér sau­tján milljónum króna á að­eins tveimur árum. Sæ­var var í á­huga­verðu spjalli í þættinum Leitin að peningunum á vef Vísis.

Í við­talinu kemur fram að Sæ­var hafi staðið á á­kveðnum kross­götum þegar hann var 27 ára. Hann var þá ný­skilinn við barns­móður sína og þurfti að velja á milli þess að fara á rán­dýran leigu­markaðinn eða flytja aftur heim til for­eldra sinna.

Sæ­var valdi skyn­samari kostinn og flutti heim til for­eldra sinna, enda vissi hann sem var að hann myndi lenda í vand­ræðum með að láta enda ná saman ef hann færi út á leigu­markaðinn.

Hann á­kvað því að vinna eins og skepna, ef svo má segja, og má færa rök fyrir því að hann hafi verið í 200% vinnu um tíma, enda vaknaði hann sjö á morgnana og kom heim seint á kvöldin. Vann hann meðal annars við kennslu auk þess að sinna verk­efnum og fyrir­lestrum. Tveimur árum síðar var hann kominn með 17 milljónir í vasann.

Sæ­var viður­kennir að þetta hafi kostað tölu­verðar fórnir enda eyddi hann ekki peningum í vit­leysu meðan hann var að safna. Til marks um það náði hann einn mánuðinn að halda heildar­út­gjöldunum undir 40 þúsund krónum. Þegar út­borguð laun eru 600 til 700 þúsund krónur er upp­hæðin á banka­reikningnum fljót að hækka.

Sæ­var segist lifa spar­lega enn þann dag í dag og kaupir hann sér frekar fáa og vandaða hluti sem endast vel. Þá hjólar hann í vinnuna í stað þess að aka og tekur með sér nesti í stað þess að kaupa skyndi­bita eins og margir gera.

Við­talið við Sæ­var má nálgast hér.