Sæ­var: Af hverjum lækkum við ekki frekar verð á hollustu­vörum?

„Getur ein­hver mér fróðari frætt mig hvers vegna við getum ekki allt eins farið í hina áttina, skapað hvata og lækkað verð á hollustu­vörum, segjum þeim sem eru skráar­gats­merktar, um 20%?“

Þessari spurningu varpar Sæ­var Helgi Braga­son, rit­stjóri Stjörnu­fræði­vefsins og sjón­varps­maður, á Twitter-síðu sinni.

Þar gerir hann um­deildar til­lögur starfs­hóps sem heil­brigðis­ráð­herra skipaði að um­tals­efni, en hópurinn leggur til að á­lagning á sykraðar vörur hækki um­tals­vert. Ef til­lögurnar ná fram að ganga gæti verð á sæ­tindum hækkað um tuttugu prósent.

Meðal þess sem hópurinn leggur til er að vöru­­gjöld verði lögð á gos- og svala­­drykki, í­­þrótta- og orku­­drykki sem inni­halda sítrónu­­sýru, sæl­­gæti, kex, kökur, sæta­brauð og orku- og prótein­­stykki.

Sitt sýnist hverjum um þetta og fjallaði Hring­braut til dæmis um gagn­rýni Vil­hjálms Árna­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, á hug­myndina fyrr í dag.

Fjörugar um­ræður hafa átt sér stað undir færslu Sæ­vars og bendir al­manna­tengillinn Örn Úlfar Sæ­vars­son á at­hyglis­verðan punkt.

„Það er alveg mögnuð bylgja í gangi hjá neyt­endum gegn sykri - til dæmis hefur sala á sykruðum gos­drykkjum minnkað um tugi prósenta á undan­förnum nokkrum árum. Þetta er þróun sem margar þjóðir sem hafa prófað sykur­skatt með tak­mörkuðum árangri myndu öfunda okkur af.“