Sækir að mér kaldur hrollur

Það sækir að mér kaldur hrollur yfir því graf­alvar­lega á­standi sem launa­fólk á ís­lenskum vinnu­markaði stendur nú frammi fyrir vegna Kórónu­far­aldursins.

Í dag eru rétt tæp­lega 47 þúsund ein­staklingar skráðir at­vinnu­lausir að hluta eða fullu, eða sem nemur um 25% af vinnu­aflinu, en þessar at­vinnu­leysis­tölur eru komnar langt yfir það sem gerðist í hruninu.

Því miður tel ég að þessar tölur eigi eftir að versa um­tals­vert á næstu vikum og mánuðum, en rétt er geta að ef far­aldurinn dregst á langinn, þá muni það leiða til mesta efna­hags­sam­dráttar sem þjóðin hefur gengið í gegnum síðustu 100 ár.

Staðan er svo sannar­lega graf­alvar­leg að okkur skylda til að hugsa í lausnum, þar sem mark­miðin verða eins og ég hef oft sagt á liðnum dögum, það er að verja, störfin, verja kaup­máttinn og verja heimilin!