Sæ­­dís Ýr hannar föt með nöfnunum Tussa og Mella

Ó­hætt er að segja að Sæ­dís Ýr Jónas­dóttir fari ó­hefð­bundnar leiðir í fata­hönnun. Hún út­skrifaðist úr Lista­há­skóla Ís­lands í fyrra og í við­tali við mbl.is ræðir hún meðal annars þau nöfn sem hún hefur gefið sniðum sínum. Hún hefur vakið at­hygli fyrir flíkurnar sínar og hefur fjöldi á­hrifa­valda klæðst þeim.

Meðal þeirra nafna sem hún kaus eru Tussa, Mella og Kuntu­bjúga. Hún segir á­stæðu nafn­giftarinnar vera til að taka niðrandi orð sem notuð eru um fólk til baka. Hug­myndin kom frá mági hennar.

„Ég hugsaði mikið um hvað ég ætti að skíra sniðin mín og fór í nokkur heila­heljar­stökk fram og til baka. Mágur minn stakk svo upp á því að taka niðrandi orð sem notuð eru um fólk, til baka. Þessi orð eru svo oft notuð til þess að brjóta okkur niður og það er svo brenglað hvað þessi orð geta farið fyrir brjóstið á manni. Í þetta skiptið tók ég til orð sem ég hef verið kölluð, hef tekið inn á mig og er að skila þeim til baka, fyr­ir mig og aðra í kringum mig, fyrir þig og mig. Við erum sterkari en við höldum,“ segir Sæ­dís Ýr í sam­tali við mbl.is.