Rúrik þögull um meinta þátt­töku í Euro­vision

Rúrik Gísla­son hefur ekki svarað fyrir­spurn Hring­brautar um orð­róma þess efnis að hann hyggist taka þátt í Söngva­keppni Sjón­varpsins á næsta ári og þar með freista þess að taka þátt í Euro­vision fyrir Ís­lands hönd.

Há­værir orð­rómar hafa verið uppi um að Rúrik beini nú sjónum sínum að þessari stærstu söngva­keppni veraldar í kjöl­far mikilla sigra á stóra sviðinu í Þýska­landi og á Ís­landi. Hring­braut sendi kappanum fyrir­spurn í byrjun mánaðar vegna málsins en hefur ekki borist svör.

Eins og al­þjóð man eftir skaust Rúrik upp á stjörnu­himininn í kjöl­far þátt­töku Ís­lands á HM þar sem Insta­gram fylgj­enda­fjöldi hans rauk upp. Rúrik enda manna fal­legastur.

Vart þarf að rifja það upp að Rúrik kom sá og sigraði á dögunum þýsku dans­skeppnina Let's Dance og er hann orðinn að ofur­stjörnu þar í landi. Úr­slita­þátturinn fór fram í lok maí og dansaði Rúrik í búning þrumu­guðsins Þórs á­samt fé­laga sínum, Renata Lusin, meðal annars við lag Davids Bowi­e, Let's Dance.

Rúrik getur ekki bara dansað heldur líka sungið. Það sýndi hann í vetur þegar hann gaf út lagið sitt „Old­er“ á­samt Doctor Victor. Hefur það ekki síst ýtt undir orð­róma um að Rúrik hyggist taka þátt í Söngva­keppninni 2022 með eftir­minni­legu popp­lagi, þar sem hann mun bæði syngja og dansa.