Hringbraut skrifar

Rúnar Júl var sóttur með leigubíl til Húsavíkur til að spila leik með ÍBK

25. febrúar 2020
12:35
Fréttir & pistlar

Í þætti kvöldsins verður rætt við Helga Vilhjálmsson í Góu um húsnæðismál eldri borgara en
Helgi mælist m.a. til þess að fólk sem komið er á efri árin selji eignir sínar og leigi þá minna
húsnæði einkum í þyrpingu við aðra eldri borgara og geti á síðkvöldum stytt sér stundir. Þannig
geti fólk losað talvert eigið fé og notið elliárana við tómstundir og ferðalög.
Helgi gagnrýnir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði fyrir að byggja ekki nægilega mikið af húsnæði undir eldra fólkið
þar sem nóg sé til af landi. 

Þá verður rætt við Stuðmennina Jakob Frímann og Egil Ólafsson umaðdraganda nýafstaðinna afmælistónleika
hljómsveitarinnar sem fóru fram í Hörpu fyrir 10 dögum.  Jakob sendir einnig 45 ára gömul skilaboð til Selfyssinga
vegna tapaðra hluta sem hurfu á sveitaballi í Selfossbíó árið 1975.  Loks er rætt við Guðna Kjartansson knattspyrnuhetju
um gamla tímann á knattspyrnuvellinum og uppvaxtarárin í Keflavík á 6. áratugnum.  Þar segir Guðni m.a. frá því að
Rúnar Júlíusson heitinn, lék á sínum tíma með Keflavíkurliðunu en varjafnframt önnum kafinn við að skemmta með Hljómum
um land allt.  Því þurfti að sækja hann eitt skiptið til Húsavíkur til að ná honum í leik í Keflavík en til þess var notaðru leigubíll úr
Keflavík.