Rósa Björk segir sig úr VG: „Ég á ekki lengur sam­leið með þing­flokki VG“

17. september 2020
14:27
Fréttir & pistlar

Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, þing­maður Vinstri grænna, hefur til­kynnt Katrínu Jakobs­dóttur, for­manni flokksins, úr­sögn úr þing­flokki VG. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá Rósu.

„Ný­legir at­burðir er varða brott­vísun stjórn­valda á barna­fjöl­skyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og við­brögð ríkis­stjórnar sem VG er í for­ystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endan­lega að ég á ekki lengur sam­leið með þing­flokki VG,“ segir Rósa sem bætir við að á­kvörðunin sé ekki auð­veld.

„Sér í lagi gagn­vart kjós­endum VG og fé­lögum VG í Suð­vestur­kjör­dæmi. Ég þakka þeim kær­lega fyrir stuðninginn, traustið og sam­fylgdina síðast­liðin ár og vonast eftir því að þau sýni á­kvörðun minni skilning.“

Rósa segir að hún muni þrátt fyrir þetta halda á­fram að vinna af krafti og ein­urð að góðum málum á Al­þingi, sér­stak­lega er varða mann­réttindi, um­hverfis- og lofts­lags­mál, kynja­jafn­rétti og fleiri góðum málum.

„Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka af­stöðu með mann­úðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka af­stöðu gegn því að ís­lensk yfir­völd vísi á brott börnum og barna­fjöl­skyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkis­stjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og hælis­leit­enda eða að fylgja mann­úðar­sjónar­miðum í mála­flokknum, sem er þó það sem ríkis­stjórnin lofaði. Það er mjög miður,“ segir hún.

Rósa bætir við að sem vara­for­maður flótta­manna­nefndar Evrópu­ráðs­þingsins hafi hún fengist mikið við mál­efni fólks á flótta og sér­stak­lega mála sem varða börn á flótta sem hún hefur unnið ötul­lega að.

„Í því ljósi finnst mér þessi stefnu­breyting og að­gerða­leysi ríkis­stjórnarinnar sér­stak­lega dapur­leg og bera vitni um af­stöðu sem er langt frá því sem af­staða VG í þessum mála­flokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnar­and­stöðu og fyrir kosningar. Ég óska fyrrum fé­lögum mínum í VG góðs gengis.“

Rósa hafði setið á þingi fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð síðan í maí 2016 sem oddviti VG í Suðvesturkjördæmi og 3. þingmaður kjördæmisins. Þá var hún varaþingmaður fyrir VG frá árinu 2013 – 2016 og sat í stjórn VG 2015-2017. Rósa er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.