Rób­ert kom að föð­ur sín­um látn­um: „Ég var eins og í sprengj­u­lost­i“

Róbert Gísla­son kom að föður sínum, Gísla Rúnari Jóns­syni, látnum fyrir ári. Róbert sagði sögu sína í á­takan­legu helgar­við­tali í Frétta­blaðinu. Hann var lengi í sprengju­losti en lokar nú erfiðasta ári lífs síns, eftir fall og upp­risu, með til­finninga­legu upp­gjöri í laginu Gat ekki meira, þar sem hann biður um skilning fyrir pabba sinn.

„Pabbi dó fyrir akkúrat ári síðan á fimmtu­daginn, 28. júlí 2020, og ég átti versta dag lífs míns,“ segir Róbert Gísla­son, tón­listar­maðurinn Royal, sem lagði erfiðasta ár sem hann hefur upp­lifað að baki á fimmtu­daginn með út­gáfu lagsins Gat ekki meira.

„Það er ekki hægt að segja annað en að þetta er klár­lega búið að vera erfiðasta árið sem ég hef upp­lifað hingað til,“ segir Róbert sem hafði þó marga fjöruna sopið áður en hann fann föður sinn látinn og meðal annars glímt við á­líka mein og drógu föður hans að lokum til dauða.

Í sprengju­losti

„Þennan dag hrundi ekki bara heimurinn minn ger­sam­lega. Heldur hrundi bara allur heimurinn á svo ó­huggu­legan hátt að það eigin­lega bara... ég get ekki alveg lýst því,“ heldur Róbert á­fram eftir stutt hik.

„Allt gjör­sam­lega bara hrundi og ég fann fyrir mikilli breytingu, ein­hvern veginn, bara á því hvernig ég upp­lifði allt. Ég var í sjokki bara. Ég var eins og í sprengju­losti að því leyti að skelin mín var svo­leiðis hrist og allt inni í henni í henglum. Ég held að kannski svona fyrstu fjóra mánuðina hafi ég bara verið í „shell shock“ eins og her­menn lýsa. Þótt maður beri þetta ekkert saman. Ég hef aldrei verið í neinu stríði,“ segir Róbert.

„Ó­huggu­legast finnst mér að ég gerði mér í rauninni ekkert grein fyrir hvað ég var virki­lega hristur. Ég var eigin­lega bara sann­færður um að ég væri að höndla þetta mjög vel og fékk svona ein­hverja á­byrgðar­til­finningu,“ segir Róbert sem ein­hvern veginn beit það í sig að hann yrði að höndla á­fallið vel.

„Ég veit ekki af hverju en mér fannst að ég ætti sko að taka vel á þessu og vera til staðar fyrir fjöl­skylduna mína og hitt og þetta. Ég hélt að þetta sjokká­stand væri varan­leg breyting á mér. Þetta væri bara nýi ég. Ég fann fyrir sam­kenndar­leysi og ó­huggu­lega miklu skilnings­leysi gagn­vart öllum. Þar kemur líka sjálfs­vor­kunnin inn og alls konar. Mikil reiði, gremja og alls konar þungar, miklar og dramatískar til­finningar.“

Gat ekki meira

Róbert var enn í á­falli þegar lagið Gat ekki meira, sem hann gaf út á dánar­degi pabba síns, kom ein­hvern veginn til hans tveimur mánuðum eftir að Gísli Rúnar lést. Hann segir síðan vinnuna við það hafa hjálpað honum mikið að vinna úr á­fallinu og sorginni.

„Ég hef náttúr­lega alltaf notað listina til að takast á við lífið og lagið hjálpaði mér mikið. Al­gjör­lega og mér fannst ein­hvern veginn alveg skýrt að þetta kom bara til mín eins og upp úr þurru. Ég veit ekki hvað ég á að kalla það, skila­boð, orku eða hvað sem það var,“ segir Róbert.

Engir stælar

„Ég samdi textann og syng en hann gaf mér vinnu sína og hæfi­leika og gerði lagið sem ég er mjög á­nægður með,“ segir Róbert um Gat ekki meira sem er að­gengi­legt á Spoti­fy undir lista­manns­nafninu Royal Gísla­son.

„Þetta lag er svo­lítið sér­stakt á þann hátt að ég er ekki með neina stæla. Þetta er eins tært og ein­lægt og ég hef nokkurn tímann þorað að gefa út eða gefa frá mér, eða í rauninni bara sýna nokkurri mann­eskju og ég er að gera það fyrir pabba. Þetta er alveg sér­stakt verk­efni og öðru­vísi en ég hef verið að gera. Þetta er bara alveg sér. Bara ein­stakt fyrir pabba. Þetta er til hans. Þetta er fyrir hann. Þetta er frá honum,“ segir Róbert.

„Og ég vona virki­lega, inni­lega að þetta geti mögu­lega hjálpað ein­hverjum af því ég veit að það er það sem hann hefði viljað. Alveg 150% og ég veit að hann yrði þakk­látur fyrir það. Þess vegna er ég að gera þetta. Ég vil ein­fald­lega bara fá skilning fyrir pabba minn. Ég vil það.“

Fékk erfiðasta sím­tal lífs síns

Móðir Róberts, þjóðar­ger­semin Edda Björg­vins­dóttir, tjáði sig einnig um missinn á fyrrum eigin­manni sínum Gísla Rúnari á Face­book.

„Elsku Gísli Rúnar lífs­föru­nautur minn og besti vinur. Fyrir einu ári síðan fékk ég erfiðasta sím­tal sem ég hef fengið í lífinu. Þú varst farinn frá okkur yfir í aðra heima. Ég get ekki tjáð líðan mína en hér er kveðja til þín,“ skrifaði Edda á Face­book-síðu sinni og deildi með lagi Róberts, Gat ekki meira.