Ris a la mande töfraður fram á augabragði

Sú hefð ríkir hjá mörgum að borða hrísgrjónagraut á jólunum eða grautinn sem ber hið fallega heiti Ris a la mande. Hefðinni fylgir jafnframt að fela möndlu í einni af skálum matargesta. Mikil eftirvænting ríkir gjarnan meðan beðið er eftir því að mandlan birtist í skál einhvers matargestanna.

Í Bónus er hægt að fá grjónagrautinn tilbúinn með uppskrift á pakkanum af þessum vinsæla jólarétti. Sjöfn Þórðar ætlar að bjóða áhorfendum í eldhúsið sitt og laga guðdómlega ljúffengan Ris a la mande á augabragði úr grjónagrautnum frá Bónus.

M&H sjöfn þórðardóttir 29 (1).jpg

Sjöfn sýnir að það er auðvelt að fara eftir þessari einföldu uppskrift sem fylgir á pakkanum og allir ráða við og hægt er að töfra fram Ris a la mande og bera fram á fallegan máta.

Missið ekki af Sjöfn í eldhúsinu í kvöld í þættinum Matur og Heimili þegar hún fullkomnar hin fræga og ljúfenga Ris a la mande á þægilegan og einfaldan máta.

Þátturinn er frumsýndur klukkan 19.00 í kvöld og fyrsta endursýning er klukkan 21.00

Ris a la mande 4.jpeg