Rikki G opnar sig um erfiðan missi: „Þetta sat lengi í mér og ég er varla búinn að syrgja“

Rík­harð Óskar Guðna­son, Rikki G, er gestur Einka­lífsins á Vísi í dag en síðustu tólf mánuðir í lífi Rikka hafa verið sveiflu­kenndir.

Rikki hefur verið út­varps­maður í tuttugu ár, einn vin­sælasti í­þrótta­lýsandi landsins, veislu­stjóri og plötu­snúður.

Fyrir tæp­lega ári missti hann náinn stjúp­föður sinn sem lést eftir skamm­vinna bar­áttu við krabba­mein og fyrir tveimur mánuðum missti hann föður sinn.

„Þetta sat lengi í mér og ég er varla búinn að syrgja hann þegar annað á­fall dynur yfir. Hann var bráð­kvaddur. Pabbi var minn mesti stuðnings­maður þegar kom að í­þrótta­lýsingum og hann kom með mér á mjög marga leiki og sér­stak­lega þegar við vorum að taka þessi roa­dtrip þegar maður er að fara á Sauð­ár­krók eða til Vest­manna­eyja. Ég átti að fara lýsa FH-Valur í hand­boltanum og hann ætlaði að koma með mér á leikinn. Ég fæ sím­tal frá ömmu minni og pabbi var hjá henni. Það fyrsta sem hún segir við mig, ég get ekki vakið pabba þinn. Hann vaknar ekki. Ég hugsa fyrst, núna er gamla eitt­hvað farin að kalka. Ég fer til þeirra og pabbi er bara farinn,“ segir Rikki í þættinum.

Hægt er að horfa á þáttinn á vef Vísis hér.