Ríkisútvarpið byrjað að selja brandara

Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hefur tekið upp á því að selja fyrirtækjum brandara. Verðið á brandaranum er 29 þúsund krónur án virðisaukaskatts.

Eyjan greinir frá þessu og vitnar í ónefndan fyrirtækjaeiganda sem segir þetta ekki í lagi af hálfu ríkisfjölmiðilsins.

Tilgangur brandarasölu ríkisins, fyrir utan að fá fé í kassann, er að létta lund þjóðarinnar nú þegar

„Við vorum að hugsa um að létta lundina aðeins á landanum í kjölfarið á tíðindum um Covid og setja út í loftbylgjurnar á Rás 1 og Rás 2 stutta brandara og glens,“ segir í tilboðinu. „Ágæt leið til að minna á fyrirtækið með jákvæðni, það er skrítla lesin (svo kallaður one-liner brandari) og endað á „Eigið skemmtilegan dag“ og síðan er nafn fyrirtækisins lesið upp.“

Ekki kemur fram hvort kaupandinn fái að velja brandarann, hver það er sem semur þá eða hvort þeir verði yfirleitt fyndnir. Ekki liggur fyrir hver mun lesa þá upp, hefðbundnir auglýsingaþulir eða hvort fenginn verði inn einhver grínisti.