Hringbraut skrifar

Ríkisstjórnin passar upp á samherja og fjölskyldu Bjarna Ben

25. febrúar 2020
12:07
Fréttir & pistlar

„Lítið sem ekkert er að gerast í einu né neinu hjá ríkisstjórninni nema þá helst að passa upp á Samherja og vini og fjölskyldu Bjarna Ben. Nýlegt upphlaup Lilju Alfreðsdóttur um mikla innviðauppbyggingu er afar rýrt í roðinu og virðist helst ganga út á að koma sér og flokknum í umræðuna, í þeirri von að að hífa upp fylgi Framsóknar um 1 eða 2%.“

Þetta er haft eftir Sigurjóni Þórðarsyni fyrrverandi þingmanni Frjálslynda flokksins á Miðjunni. Þar heldur Sigurjón fram að áhersla ríkisstjórnarinnar sé á „sölu“ Íslandsbanka og þá ekki á þeirri forsendu að bankinn verði neytendavænn fyrir fyrirtæki og almenning. Sigurjón segir:

„Nei, beitan er að fá sem mest fyrir hann til þess að hægt verði að byggja upp innviði samfélagsins! Það hafa allir heyrt þessar einkavinavæðingaræðu Katrínar Jakobsdóttur áður, enda eru þær skrifaðar af Sjálfstæðisflokknum.“