Ríkisstjórnin kolfallin - fylgishrun Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks

Flokkarnir í vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur fengju einungis 43 prósent atkvæða og 29 þingmenn kjörna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins frá í gær.Ríkisstjórnin er því kolfallin.
Sjálfstæðisflokkur fengi 20,1 prósenta fylgi og 13 þingmenn, tapaði þremur þingmönnum frá síðustu kosningum. VG fengi 10,7 prósentog sjö þingmenn og myndi tapa fjórummönnum frá kosningum. Fylgistap VG er 37prósent af fylginu frá 2017, sem telst fylgishrun. Framsókn bætir við sig nálega tveimur prósentum frá síðustu kosningum ogvæntanlega einum þingmanni.
Samfylkingin er með 14,7 prósent og níuþingmenn, Píratar fá 13,1 prósent og áttamenn, Viðreisn 9,3 prósent og sex menn, Sósíalistaflokkurinn 6,9 prósent og fjóra menn kjörna, Miðflokkur 6,6 prósent og fjóra en Flokkur fólksins 5,2 prósent og þrjá menn kjörna.
Til framhaldslífs þyrfti ríkisstjórnin að bæta við sig flokki – eins og t d Miðflokknum – en þá yrði þingmannafjöldinn 33. Erfitt yrði fyrir Katrínu Jakobsdóttur að gera kröfu um áframhaldandi setu í forsætisráðuneytinu miðað við það afhroð sem endurspeglast í 37 prósenta fylgishruni flokks hennar. Jafnframt yrði það glapræði fyrir aðra flokka að eftirláta VG forsætisráðuneytið undir líkum kringumstæðum.
Miðjustjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem samanstæði af Framsóknarflokki, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum, næði meirihluta með 32 þingmönnum. Ekki eru margir aðrir raunhæfir kostir á fjögurra flokka meirihlutastjórn sjáanlegir.
Fleiri kosti mætti nefna. Myndun minnihlutastjórnar, eins og Ólafur Ragnar Grímsson nefndi á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, er einn slíkur. Þegar horft er til þess að nokkrir flokkar hafa útilokað samstarf við bæði Sjálfstæðisflokk og Miðflokk, auk þess sem Píratar hafa sett fram mjög einstrengingslegar kröfur varðandi nýja stjórnarskrá, er ljóst að myndun meirihlutastjórnar er engan veginn gefin eftir kosningarnar á laugardaginn, verði niðurstöður þeirra í líkingu við þessa skoðanakönnun.
- Ólafur Arnarson