Ríkisstjórnin fundar: Fékk Sig­urð­ur Ingi minnst­a minn­is­blaðið?

Ríkis­stjórnin fundar nú á Egils­stöðum vegna versnandi stöðu far­aldursins hér á landi. Ljós­myndari Hring­brautar smellti þessari skemmti­legu mynd af þremur ráð­herrum ríkis­stjórnarinnar á Reykja­víkur­flug­velli áður en þeir stigu um borð í leigu­þotu til Egils­staða.

Á myndinni sjást þær Sjálf­stæðisstöllur Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, sem hafa klætt sig í stíl fyrir fundinn.

Ás­laug og Þór­dís eru niður­sokknar í skjal sem leiða má líkum að því að sé minnis­blað sótt­varna­læknis sem hann skilaði af sér í gær.

At­hygli vekur þó að Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, sem er tölu­vert hvers­dags­legri í tauinu, virðist hafa fengið mun smærra minnis­blað en kollegar hans úr Sjálf­stæðis­flokknum. Ef til vill er þó að­eins um að ræða kvittun fyrir flug­miðanum eða innkaupalista.