„Ríkis­stjórn sem verður enn þá meira „woke“ en áður“

Sig­mundur Davíð óttast að ríkis­stjórnin verði enn meira „woke en áður.“ Hann segir Mið­flokkinn reiðu­búinn til að koma inn fyrir VG í sam­starfi við Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokkinn.

Rætt er við Sig­mund í Frétta­blaðinu í dag. Þar segist hann vera búinn að sofa á úr­slitunum. Lands­menn þekki sam­starf ríkis­stjórna­flokkanna og segir Sig­mund það upp­skrift að þjóð­garði og flokkarnir muni ausa peningum í lofts­lags­mál, þó með ó­ljósum hætti, og þá verði Borgar­línan á dag­skrá.

„Ég met það þannig að þetta verði ríkisstjórn sem verður enn þá meira „woke“ en áður. Verði mest „woke“-ríkisstjórn sem mun elta tíðarandann frekar en að leiða,“ segir formaðurinn.

„Hvað það varðar heldur maður sig við það sem ég sagði fyrir kosningar. Hjá okkur skipta mál­efnin máli, ef þeir vilja færa sig í átt að því sem ég kalla skyn­semis­hyggju þá erum við reiðu­búin að taka þátt í því. En mér sýnist þau vera að halda á­fram með sitt prógramm.“

Þá segir Sig­mundur að slæmur árangur Mið­flokksins hafi komið sér á ó­vart. „Árangur okkar kom mér á ó­vart. Ég hafði talið að kannanir myndu ekki sýna niður­stöðuna eins og hún varð. Ég hélt að við myndum fá meira en kannanir sýndu en það fór í öfuga átt. Það var líka margt annað sem fór öðru­vísi en spáð var,“ segir Sig­mundur.