Reynir Pétur hefur ástríðu af því að rækta tómata

Sólheimar eru vagga lífrænar ræktunar á Íslandi og almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunnar, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á Norðurlöndum hafi verið á Sólheimum.

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Reynir Pétur Steinunnarson í Garðyrkjustöðina Sunnu á Sólheimum og fær innsýn í ræktunina sem þar fer fram og ástríðu Reynis Péturs á starfi sínu í garðyrkjustöðinni. Reyni Pétur er landsmönnum vel kunnugur fyrir hina frægu göngu sína, hringinn kringum Íslands fyrir 36 árum síðan og að eigin sögn unnir hann hag sínum allra best í gróðurhúsinu að hlúa að tómataræktuninni.

M&H Sjöfn og Reynir Pétur 2.jpeg

Sjöfn Þórðardóttir heimsækir Reynir Pétur í Garðyrkjustöðina Sunnu og skyggnist í tómataræktunina.

Hér áður fyrr var aðallega ræktað fyrir samfélagið á Sólheimum en nú hafa breytingar átt sér stað. Með stækkun gróðurhússins og aukinni afkastagetu sem og aukinni dreifingu, gerir það verkum að nú gefst fólki frekari kostur á að nálgast lífrænt ræktað grænmeti frá Sólheimum í sínu nærumhverfi. Garðyrkjustöðin Sunna er stærsta lífrænt Tún vottaða gróðurhús landsins og áhugavert að fylgjast með starfseminni sem þar fer fram.

M&H Sólheimar tómatarnir 2.jpeg

Bónus kaupir til að mynda alla framleiðsluna af Garðyrkjustöðinni Sunnu og selur í sínum verslunum og Reynir Pétur er alsæll og fagnar því að allir geti fengið að njóta uppskerunnar. Samstarf Bónus og Garðyrkjustöðvarinnar hófst árið 2020 og blómstraði enn frekar í ár. Reynir Pétur er vakinn og sofinn yfir ræktuninni og veit ekkert skemmtilegra en að mæta til vinnu og segir að það sé engin leið til að hætta. „Venjulegu, þessir hefðbundnu tómatar eru mínir uppáhalds en við ræktum líka kokteiltómata og bufftómata, og papriku og gúrku,“segi Reynir Pétur sem unnir hag sínum vel í gróðurhúsinu á Sólheimum. „Svo erum við líka með alls konar afbrigði,“ segir Reynir Pétur og ástríðan skín úr andliti hans.

Missið ekki af einlægri og skemmtilegri heimsókn Sjafnar til Reynis Péturs í Garðyrkjustöðina Sunnu á Sólheimum í kvöld í þættinum Matur og Heimili klukkan 20.00 og aftur klukkan 22.00 á Hringbraut. Athugið sýningartími þáttarins seinkar vegna Kosningaþáttarins sem hefst beint eftir Fréttavaktina.

M&H Sólheimar tómatar