Reynir fékk sím­tal frá Eddu Falak: „Þá byrjaði rottu­gangurinn“

Reynir Trausta­son, rit­stjóri Mann­lífs, lýsir því hvernig hann fékk sím­tal frá sam­fé­lags­miðla­stjörnunni Eddu Falak í rit­stjórnar­pistli sínum. Hann segist hafa borið virðingu fyrir henni áður en nokkuð ljóst á skrifunum að svo er ekki lengur.

„Á dögunum fékk sá sem þetta ritar sím­tal frá bar­áttu­konunni Eddu Falak, sem ég bar virðingu fyrir á þeim tíma og taldi að hún hefði kjark, þor og heiðar­leika að leiðar­ljósi. Hún var kurteis í einka­sam­talinu. Erindið að óska þess að fréttir á Mann­lífi yrðu fjar­lægðar. Önnur fréttin var um á­sakanir um nauðgun sem hún bar á ó­nefndan aðila á sam­fé­lags­miðlum. Því var kurteis­lega hafnað,“ skrifar Reynir.

„Þá byrjaði rottu­gangurinn. Edda birti frá­sögn sína af sam­talinu á Twitter og full­yrðir að hún hafi fengið þau við­brögð að þetta væri allt henni að kenna. „...Eftir að ég hringi í Reyni Trausta og grát­byð hann um að taka það út og hann segir þetta vera mér að kenna?“

Reynir heldur á­fram og segir:

„Þessi á­burður lýsir ein­stak­lingi sem einskis svífst. Við skulum halda því til haga og hafa það alveg skýrt að ég hef aldrei sýnt fórnar­lambi nauðgunar miskunnar­leysi eða skilnings­leysi. Þvert á móti á fólk í þeirri stöðu alla mína sam­úð. Falskar á­sakanir um annað eru rógur. Edda átti þess kost á að koma í við­tal við mig um þessi mál og önnur sem hún hefur haldið á lofti en hún af­þakkaði.“

Reynir segir að síðustu að villta vestrið megi ekki ráða för í því hvar mörkin liggi í sam­skiptum við fólk.

„Við hengjum ekki fólk í næsta tré. Við verðum að virða réttar­­kerfið og finna leiðina til þess að vernda fólk fyrir hvert öðru svo sleggju­­dómar ráði för. Fórnar­lömb nauðgara verða að fá allan mögu­­legan skilning og laga­ramma sem tryggir þeim sem best rétt­læti. En það er ekki á­­sættan­­legt að menn séu sakaðir að ó­­­sekju um nauðgun og látnir bera þann kross, sak­lausir til ævi­­loka, að þeir séu slík ó­­­menni. Það má aldrei gerast.“