Reisu­legt og tignar­legt hús við hafið á Eyrar­bakka: „Selirnir eru liggjandi hér fyrir utan í flæðar­málinu“

Guð­mundur Ár­mann Péturs­son Eyr­bekkingur og Birna G. Ás­björns­dóttir verða hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Eyrar­bakki er þorp með langa for­tíð og bjarta fram­tíð með fólkinu sem þar býr. Á Eyrar­bakka liggur mikil saga og menning við hvert fót­mál og meira en mörgum grunar. Götu­myndin gamla sem tekist hefur að varð­veita á Bakkanum er ein­stæð meðal þétt­býlis­staða á Suður­landi og þó víðar væri leitað. Sjöfn Þórðar heim­sækir hjónin Guð­mund Ár­mann Péturs­son Eyr­bekking og Birnu G. Ás­björns­dóttur á Eyrar­bakka. Undan­farin misseri hafa hjónin unnið að því að endur­gera reisu­legt og tignar­legt tví­lyft ein­býlis­hús, Smiðs­húsið við Eyrar­götu 35. Húsið stendur í hjarta Eyrar­bakka við aðal­götu bæjarins á sjávar­lóð á stór­feng­legum út­sýnis­stað sem lætur engan ó­snortinn. Guð­mundur Ár­mann og Birna keyptu húsið fyrir lið­lega tveimur árum, árið 2018 og endur­gerðu húsið með glæsi­legri út­komu. Húsið blasir við frá götunni og gleður augað með sínu stíl­hreina, fal­lega formi og á­ferð en húsið er klætt með lerki­við sem kemur ein­stak­lega vel út og tónir vel við náttúruna.

Það er ekki til­viljun að þau völdu að flytja á Eyrar­bakka. „Á­stæðan fyrir því að við völdum þetta hús var akkúrat þetta, út­sýnið í allar áttir og það stendur við hafið,“ segir Birna. Guð­mundur Ár­mann og Birna segja að allt sé að gerast fyrir utan gluggana, fegurðin í mann­lífinu og dýra­lífinu sama hvernig viðrar. Þeim líður á­vallt vel hvort sem það er brakandi blíða eða storma­samt veður. „Fyrir mann eins og mig er dol­fallinn sela­á­huga­maður er þetta himneskt þar sem selirnir eru liggjandi hér fyrir utan í flæðar­málinu eða svamla í sjónum þar sem við getum fylgst með þeim og notið,“ segir Guð­mundur Ár­mann og segir jafn­framt að hvergi annars staðar vilji hann vera.

Mínimalískur stíll ein­kennir heimilis­stílinn þeirra hjóna og gráir tónar eru í for­grunni þar sem sjón­steypa fær að njóta sín til fulls. Þegar inn er komið í for­stofuna blasir við eitt af fal­legustu verkum Kjarvals sem setur sterkan svip á for­stofuna og gerir upp­lifunina við inn­komuna ein­staka. Við fáum að sjá hvar hjarta heimilisins slær og fáum jafn­framt að kynnast hjónunum betur og fjöl­skyldu­lífinu. Birnu eru margt til lista lagt og er hún meðal annars í á­huga­verðu doktors­námi í heil­brigðis­vísindum og ljóstrar upp sínum hjartans málum í þættinum. Þau hjónin eiga sam­eigin­leg á­huga­mál sem þau ná að flétta saman þar sem líf­rænt og heil­brigt líferni er í for­grunni.

Það má líka með sanni segja að Guð­mundur Ár­mann sé kominn heim. Guð­mundur Ár­mann ólst upp í einu elsta og merkasta húsi landsins, Húsinu á Eyrar­bakka, sem nú hýsir Byggða­safn Ár­nesinga. Hann þekkir því vel til á þessum slóðum og hefur frá mörgum skemmti­legum sögum að segja. Sjöfn fær einnig að kíkja að­eins inn í Húsið með Guð­mundi Ár­manni og njóta þess sem augum ber. „Mamma bjó okkur mjög fal­legt heimili í þessu húsi og það voru for­réttindi að fá að alast upp hér, “ segir Guð­mundur Ár­mann. „Þetta er alveg himneskt hús og alveg það, var gríðar­lega stórt á þessum tíma þegar það var byggt, árið 1765 þegar fólk bjó al­mennt í torf­bæ,“ segir Guð­mundur Ár­mann og segir að hér eigi hann góðar minningar sem gleðja. Missið ekki af á­huga­verðri og skemmti­legri heim­sókn til þeirra hjóna á Eyrar­bakka þar sem þið fáið kynnast hjónum og hí­býlum þeirra betur.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.