Reiknar með að sleppa áfenginu á bessastöðum í kvöld

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. Hann er afdráttarlaus aðspurður hvort þingmennirnir eigi að segja af sér. Alls ekki, segir þingmaðurinn.

„Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Menn lenda örugglega í því að hegða sér illa þegar menn taka því aðeins of alvarlega að fara út að skemmta sér,“ segir Gunnar Bragi. Ekkert þeirra sé þannig að það drekki áfengi dagsdaglega.

Heimir Már Pétursson ræddi við Gunnar Braga í morgun þegar fram voru komin vafasöm ummæli meðal annars um unga þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.

Gunnar Bragi segist ekki viss um að hann drekki of mikið áfengi. Mögulega drekki hann of lítið. Á sama tíma muni hann ekki öllu því sem fram fór þetta kvöld.
 
Nánar á