Regína Ósk glímir enn við eftir­köst CO­VID-19: Finnur ó­bragð og ó­lykt í tíma og ó­tíma

Regína Ósk Óskars­dóttir söng­kona er enn að glíma við eftir­köst CO­VID-19, fjórum mánuðum eftir að hún greindist með sjúk­dóminn. Regína hefur myndað mót­efni gegn veirunni en þó að hún sé al­mennt við góða heilsu í dag er ekki allt eins og það var áður.

Regína ræddi þetta í við­tali á út­varps­stöðinni K100 í morgun.

Það virðist æði mis­jafnt hvaða af­leiðingar CO­VID-19 hefur á fólk, en í til­felli Regínu missti hún bæði bragð- og lyktar­skyn. Hún finnur þó mun á sætum, sterkum eða beiskum mat. Kveðst hún borða meira af sterkum mat nú en áður þar sem hún finnur meira bragð af honum.

„Nýjasta þróunin hjá mér, sem gerðist bara í síðustu viku, er að ég er farin að finna svona ó­bragð og ó­lykt í tíma og ó­tíma sem ég kalla núna CO­VID-bragðið og CO­VID-lyktina sem er svo­lítið ó­geðs­leg lykt,“ sagði Regína.

Hún fann fyrst fyrir þessu á dögunum þegar hún fékk sér Pepsi Max og taldi hún að drykkurinn væri skemmdur. Svo reyndist þó ekki vera enda fann hún sam­bæri­legt bragð af papriku sem hún borðaði síðar.

Það eru ekki bara breytingar á lyktar- og bragð­skyni sem Regína hefur fundið fyrir því hún segist einnig glíma við á­kveðinn ein­beitingar­skort eftir veikindin. Þannig hafi hún lesið mikið áður en hún veiktist en eftir veikindin hafi hún lítið sem ekkert getað lesið.

Þá sagði Regína að hún væri í Face­book-hópi þar sem ein­staklingar sem greinst hafa með CO­VID geta skipst á reynslu­sögum. Segist hún ekki vera sú eina sem glímir við þetta en læknar geta litlu svarað um hvað veldur.

Við­tal K100 við Regínu Ósk.